Birtingur - 01.04.1955, Side 21

Birtingur - 01.04.1955, Side 21
sköpunarþrá, því hann er maður, sem tjáir sig í leik að stærðum, íormum og litum — í mótanlegu, áþreiíanlegu og sýnilegu efni. Auk þess verður arkitekt að vera brot úr þjóðfélagsfræðingi, geta metið þátt þann sem sérhvert hús leikur í þjóðfélagsheildinni. Menn gætu að sjálf- sögðu ráðið hvar og hvemig þeir reistu hús sín, ef þeir byggðu einir í eyði- mörkum, en maðurinn er nú einusinni félagsvera og verður að taka afleið- ingum þess. Það er byggt fyrir okkur öll. Starf arkitektsins höfðar því meira en nokkuð arrnað til skyldutilfinningar, enda liggur það í augum uppi að engin smáiæðisábyrgð hvílir á mönnum, sem móta eins mjög sjónskyn okkar og hafa jafnvíðtæk áhrif á alla lifnaðarháttu okkar og arkitektar. Skyldur þeirra við fegurð og list em engu minni en skyldan við notagildi. Emerson kallaði egoisma allt sem mótað væri án listar; einnig mætti kalla það skort á háttvísi, ef til vill andlegan sóðaskap. Við höfum allskonar heilsugæzlu og vernd gegn líkamlegum krankleik og sorpi, en eigum við ekki einnig heimt- ingu á vernd gegn þeim andlega sjúkdómi sem heitir fegurðarsnautt umhverfi? Saintes-Maries de la Mer, Apse Frakklandi 19

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.