Birtingur - 01.04.1955, Side 23

Birtingur - 01.04.1955, Side 23
THOR VILHJÁLMSSON: Syrpa Kvikmyndir Japana Japanir gera nú einhverjar beztu kvik- myndir. Undanfarin ár liafa verið sýndar í Evrópu nokkrar myndir sem farið hafa sigr- andi um lönd og hófst með Rashomon sem 'sýnd var hér. Síðan hafa verið sýndar víða um Evrópu einar 5—6 myndir japanskar sem hvarvetna hafa hlotið loflegan vitnisburð gagnrýnenda en sjálfur hef ég enga séð síðan Rashomon utan eina sem ég var svo heppinn að sjá í París s.l. vor. Hún nefnist Rörn Hiro- síma. Þeirri mynd þykist ég vita ég muni ekki gleyma meðan ég held ráði og rænu. Hún fjallar um ýmsar afleiðingar einhvers lu’ns ægilegasta voðaverks sem framið hefur venð í sögu mannkynsins þegar atómsprengj- unni var steypt yfir Hirosímaborg. Ung kennslukona fer aftur heim í fæðing- arborg sína, Hiroisíma. Hún leitar uppi þau er eftir lifa barnanna sem hún kenndi í eina tíð. AHir lifa í skugga sprengjunnar, kannski limlestir eða vanskapaðir og afskræmdir og auk þess blundar eitrið í mönnum án þess þeir viti, allt í einu kunna að brjótast fram sjukdómar sem hafa dormað inni í fólkinu eins og tímasprengjur: enginn er óhultur. Ung kona sem varð óbyrja af sprengjunni, gamall maður lýttur og afskræmdur veit að hann er ofreskju líkastur og fer í felur og brennir sig mni sjálfur, af slíku fólki segir hér. Enginn hefur sloppið án þess að glata einhverju ógæf- an er ósigrandi, bölvun í loftinu: loft er allt lævi blandið. Og í myndinni er sýndur þáttur af því er sprengjan springur: það er hið voðalegasta sem nokkru sinni hefur í kvikmynd sézt. Fyrst: lítið bam skríður á fjómm fótum yfir gólf, maður tekur reiðhjól sitt og ætlar til vinnu, séð yfir götu sem er auð nema einn maður gengur yfir hana skáhallt og bíH neð- ar í götunni og ýmislegt fleira sem talar um kyrrð einfalds hversdagslífs----og klubkan tifar tiktiktiktikk — svo er fjarlægur dynur í lofti eins og suð' býflugna — aftur klukkan tifar tifar andvaralaust — svo er dynurinn nær — klukkan aftur að tifa og tifa og tifa — allt í einu stanzar klukkan stendur voðalega kyrr næst er allt sem sést sem sæi maður nið- ur í víti og líkt því hefur aldrei sézt í kvik- mynd fyrr, ég veit ekki hvað líkja mætti við: myndir Goya kannski um hörmungar stríðs og þó er þetta enn voðalegra í hlutleysi sínu. Myndin er öll hófsöm og ekki sú heift og jörmunreiði sem gjama vill taka. fyrir skyn- semi þegar þessa hluti ber á góma svo maður verður máttlaus til mótmæla og sundlar af umkomuleysi sínu gagnvart þessum glæpum og bölvun. Þessi mynd: meginstyrkur hennar er hófsemin sem verður speki, fínleg skáldúð breiðir viðkvæma mildi um myndina alla og hún er svo mannleg og sönn í ást sinni á manneskjunni og kröfu á friði handa fólki til að lifa. Undir lokin stendur kennslukonan og vin- kona hennar óbyrjan á bryggju og kennslu- konan er að fara frá þessari bölvuðu borg og eitruðu lífi hennar og hefur með sér lítinn dreng. Allt i einu heyrist flugvél í lofti og þau líta upp og segja ekki neitt og segja samt allt. Ljósmyndun er öll mjög fáguð en myndin er samstillt heild þar sem allir þættir þjóna saman, vinna í einingu að ætluðu marki og tónlistin með og ég held þessi mynd sé eitt af stórvirkjum kvikmyndagerðar. 21

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.