Birtingur - 01.04.1955, Page 24

Birtingur - 01.04.1955, Page 24
Ég vissi áður en ég tók til við þessar línur að ég myndi aldrei geta lýst kvikmyndinni Böm Hirosíma en þegar ég hafði séð hana var mér algjörlega varnað má'ls, mér datt seinna í hug að svona mynd ætti að sýna öll- um þeim sem þykjast vilja stjórna í málum manna og taka þá frá sem fyrir engum áhrif- um virðast verða, geyma þá á afviknum stað: þeir menn eru hættulegir fyrir okkur öll. íslenzkar bókmenntir í útlandinu og síðbúin skilaboð Fyrir nokkrum árum fór ég með raflest frá Malaga til Granada og þar hitti ég hollenzk- an bókavörð. Jahá Island, segir hann, þegar hann spyr uppruna minn: ég þekki íslenzkan rithöfund, Laxness. Hann er dásamlegur. Það er mikill snillingur. Bækur hans standa áldrei neitt við í safninu mínu. Þær eru alltaf úti í láni. Það er mikill höfundur. Sumar bækur hans eru ófáanlegar í Hollandi. Það' þarf að endurprenta þær. Hann tekur upp sígarettupakka, býður mér. Jahá ísland, segir hann aftur: það var intressant, ég dáist mikið að höfundinum ykkar, Laxness. Svo verður stutt þögn meðan HoIIending- urinn kveikir í sígarettunni. Ég kannast raunar við annan íslenzkan höfund sem hefur verið þýddur hjá okkur. Sem hann segir þetta blæs hann reyknum seinlega frá sér og skiptir um tóntegund: hann heitir Huddmunson, Hhi-yssman Huddmun- son (þama er átt við Kristmann Guðmunds- son sem hefur verið þýddur á álíka mörg tungumál og Kapítóla og Maðurinn með stál- hnefana og er því í hæsta flokki skáldalauna á Islandi), Hollendingurinn hvílir sig augnablik eftir hinn erfiða framburð': hann hefur verið þýdd- ur hjá okkur, ég hef nú aldrtei nennt að Ijúka við að lesa neitt eftir hann. En hann þjónar ákveðinni eldhúsrómanaþö-rf. Það er dálítið um þáð að vinnukonur okkar fái hann lán- aðan til að' grípa í meðan þær þeyta rjóma á lagköku eða píska egg, sko bækur sem maður þarf ekki að hugsa um. En er hann vinsæll heima hjá ykkur? Neee, segi ég: hann hefur svona svipuðu h'lutverki að gegna hjá okkur. Hann skrifar fyrir þá sem vilja lesa án þess að þurfa að hugsa. Annars held ég það séu allir hættir að nenna að lesa hann. Jahá, segir sá hollenzki: ég meinti nú ekki svoleiðis að ég héldi hann væri nein stjarna hjá ykkur; og er nú hræddur um hann hafi móðgað mig með því að fara að tala um Hudd- munson í sambandi við bókmenntir lands míns. En þekkið þér Laxness, segir hann: þá ætt- uð þér að skila til hans að okkur langi til að fá að sjá meira eftir hann hjá okkur í Hol- landi. Þar á hann einlæga aðdáendur. Hann er mikill snillingur. Ljósin frá Malaga tindruðu við sjóinn blankan og sléttan alla leið yfir um til Afríku, sem sást vitanlega ekki. Hljóð úr horni Unglingadeild Sjálfstæðisflokksins hefur að sögn hingað til mest helgað sig því að sjá æskufólki fyrir dansi og öðru stundargamni sem vera ber um svofelldan stjómmálafélags- skap en hefur nú ailt í einu tekið nokkum kipp og ákveðið undirbúningslítið' og fyrir- varalaugt að helga sig menningarmálum og 22

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.