Birtingur - 01.04.1955, Síða 26
hið fornkveðna að litlu munaði þegar músin
o. s. frv.
Meira en nóg um þetta.
ÞjóSleikhúsið
IJm skeið hefur verið mikill plagsiður hér
að' lasta Þjóðleikhúsið meir en lofa. Mér þyk-
ir ýmislegt sem það hefur sýnt okkur á þessu
ári þakkarvert. Og þar hefur borið á viðleitni
í vetur að láta leikhúsið gegna með sann hlut-
verki sem miðstöð kynningar. Fyrst fengum
við að sjá Silfurtunglið sem Vert var þó ekki
væri fyrir annað' en að samið er af þeim
höfuðsnillingi sem gnæfir yfir a'lla aðra í bók-
menntum okkar enda verður allt sem frá hon-
um kemur dæmt eftir öðrum mælistikum en
verk annarra Islendinga; þetta leikrit var
tímabært, áróðurinn þarfur en mér þótti nokk-
uð skorta á að það næði þeirri listrænu fyll-
ingu sem við hljótum að heimta af þessum
höfundi.
Næst var þýzki leikurinn Lolmðar dyr eftir
Borchert, einskonar Via crucis, píslarganga
manns með þá stífstrengdu og ofurnæmu vit-
undarþræði sem dæma hann til að vera kross-
hanga tímans í trylltri veröld. Það er hatram-
ur áróður móti vitfirringu styrjaldar enda
heyrði ég mann nokkum sem þykist vera
gagnrýnandi segja sisona á lokaæfingu: „Þetta
er áróður móti stríði en það prellar nokk af“!
Þessi og fleiri gagnrýnendur fordæmdu leik-
inn á þeim forsendum að okkur varðaði ekki
um þjáningar fólks úti í heimi. Raunar mögn-
uð’u þessi öfl gemingahríð og pústuðu for-
heimskunarþokum sínum móti báðum þessum
leikritum svo gjörólík sem þau eru en hafa
sameiginlegt að ógna skipulagðri sljóvgun og
veldi heimsku og kæruleysis.
Svo koma tvö snjöll verk eftir oddvita
dagsins í dag hvorn í sínu landi: Anouilh hinn
franska og Fry hinn enska: frumraun ungs
stjómanda sem þegar er þekktur leikari,
Baldvins Halldórssonar.
Ennfremur var sýnd frumsmíð eftir Agnar
Þórðarson. Það var þó leikrit, hugsað fyrir
svið og viss tilfinning fyrir því sem til þess
þarf, mér fannst það samt ekki rismikið enda
gamalt og mun höfundur hafa lært sitthvað
síðan það var skrifað'. Það ber af þeim sví-
virðilegu leiðindum sem stundum hafa verið
flutt í Þjóðleikhúsinu með vörumerkinu ís-
'lenzk leikrit.
Loks kemur að því sem mér þylcir bera af
öllu sem ég hef séð á sviði hérlendis en frá því
segir á öðrum stað í þessu riti: japanska listin.
Höfundalaun
Ekki kann ég sönnur á því sem ég hef heyrt
um höfunda-rlaun fyrír leikrit Agnars Þórðar-
sonar en vænti þess að réttir aðilar leiðrétti
mig ef ég fer ekki með rétt mál. Maður sem
ég held hafi góðar heimildir sagði mér að
Agnar Þórðarson hefði fengið greiddar kr.
4500.00 fyrir leikrit sitt; þó ég hafi góða að-
stöðu til að spyrja Agnar sjálfan læt ég það
ógert því ekki vil ég setja hann í þann vanda
að vanþaklca með því lítilræðið að leggja mér
til ádeiluefni. Ef satt er þá er þetta bæði fá-
ránlegt og svívirð'ilegt. Það er engin afsökun
þótt aðsókn sé lítil. Ef leikrit er þess virði að
ætlan ráðamanna leikhússins að tekið sé til
sýningar í Þjóðleikhúsi þá á að borga höfundi
vel fyrir.
24