Birtingur - 01.04.1955, Side 29

Birtingur - 01.04.1955, Side 29
einnig góðskáldið Gunnar Dal sem nefndur er tvennum nöfnum: borgaralegu og skáldnafni og er þetta meira en sagt verður um Stein Steinarr. En í sambandi við þann síðarnefnda má vera að sumum komi í hug: Hvar eru fugl- ar þeir á sumri sungu? — Hvernig sem það má annars verða í landi þar sem fólk þenkir af svo mikilli góðsemi um annað fólk einkum listamenn hver um annan. En nefndur Gunn- ar Dal siglir eflaust hraðbyri í Elinborgar- flokk. Nokkrir góðkunnir listamenn eru helzti lágt settir með 3600 krónur og er það eina að- finnsluefnið sem tínandi væri fram auk þess lítilræðis sem nefnt var áðan. Þar má telia mæta Guðmund Friðfinnsson, Ragnheiði Jónsdóttur, eina Filippíu sem kallar sig Hug- rúnu, Guðrúnu Jóhannsdóttur, Guðlaugu Renediktsdóttur, Gísla Ólafsson — en það vona ég mér verði ekki lagt til lasts ef það' skyldi koma á daginn að ég vissi ekki hverja listerein þetta fólk stundar aðallega: bað er ekki því að' kenna né úthlutunarnefndinni sem veit auðvitað búsund sinnum betur en ég og mínir líkar um listir i landinu. Og í þessum flokki er líka Pétur Fr. Sigurðsson sem hefur þegið styrk til listsköpunar síðan ég man eftir og man ég þó eftir mér nokkru lengur en hann man eftir sér og sýnir það hve bráðger piltur- inn hefur verið. J>að er eflaust af lítillæti sprottið að þess verður ekki vart hann haldi sýningar nema á nafni sínu þegar listastyrki- nm er úthlutað. J>að er hógværð sem margir listamenn hafa ekki tamið sér enda hafa sum- ir slíkir ekki hlotið styrk. En um allt þetta fólk má segia að það er mjög ánægjulegt að nefndin skuli hafa mun- að eftir því (sem ekki er á allra færi) en ekki sóað tíma sínum í það að hugsa tii manna eins og Halldórs Stefánssonar, Jóns Helgason- ar skálds í Eau pm annaliöfn eða I>orsteins O Stephensens svo ekki séu nefndir nema þrír eðlilegra utangarðsmanna þegar skáldskap og listir ber á góma. Dagblað'ið I>jóðviljinn hefur helzt fundið það ámælisvert við þessa úthlutun að gleymzt hafi að umbuna hinum víðsýna og rökfasta gagnrýnanda Hveragerðis Gunnari Benedikts- syni sem fyrr var nefndur og má segja með sanni að þar sé vakað vel á verðinum. Ekki má við þetta mál skiljast án þess þökkuð sé sú fágæta árvekni samfara stillingu er Alþingi sýndi þá er valið var í nefndina enda hefur þar um þingað' sú stétt manna sem helzt ber skyn á listir og menningarmál: stjórnmálamenn. En valdir voru: roskinn sýslumaður úr kyrrlátu byggðarlagi þar sein sviptibyljir óróasamrar aldar trufla ekki dóm- greindina og kann hann eflaust glöggt frá því að greina liversu margar svartar hænur hafi fundizt í átthögum hans á hinum ýmsu tím- um sögunnar. Annar: sagnfræðingur af sífrjó- um meiði þingeyskrar bændamenningar og mun sá hafa hugtamt það sem hollt er að vita að heima er bezt. En liinn þriðji hefur sér til frádráttar að hafa nokkuð blandað geði við listamenn sem eru að spretta úr grasi og hef ég heyrt að ýmsar tillögur hans séu eftir því óhollar því allir vita hve sjúkt hugarfar yngstu kynslóðar listamanna er. I Hanilet segir: Though this be madness yet there is method in’t. — TJm úthlutunina verður það varla sagt. 27

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.