Birtingur - 01.04.1955, Side 31

Birtingur - 01.04.1955, Side 31
Og nú varð grunur liennar að vissu: Það var hún sjálf sem var dáin, hún haíði fyrir- farið sér og það var hún sem þær ætluð'u að fara að jarða. Hún hljóðaði af angistinni sem greip hana, en það heyrði það enginn, konan leit þó snöggvast upp frá mokstrinum og skimaði lík- ast fugli, eða eins og hún væri ekki viss um nema henni hefði heyrzt eitthvað. Svo hnýtti hún klútinn betur undir liökuna og héit áfram að' moka. Nú var hún viss um að enginn myndi nokkru sinni heyra til hennar framar í þessum heimi né sjá hana, en hún myndi verða þarna fyrst um sinn, öllum ósýnileg og einmana, enginn yrði hennar var. Einhver kallaði á dóttur hennar og bað hana. að sækja kýrnar og hún fylgdist með henni suðryfir ána og upp grasflákana í heið- mni, án þess að bamið vissi af henni, og hún vissi hvar kýrnar voru, þótt barnið fyndi þær ekki, en hún gat ekki sagt því hvar þær voru, því það’ heyrði ekki til hennar né sá þó hún benti því og reyndi að lokka það. Aðeins einu- sinni leit barnið í áttina til hennar þegar hún kallaði nafn þess, eins og það hefði orðið ein- hvers vart, en það sá hana ekki og grúfði sig niðrað' lynginu og fékk sér berjalúku um leið og það gekk, svo hélt það áfram að leita að kúnum, þar sem þær voru ekki. Þá leiddist henni að geta ekkert gert fyrir barnið sitt og vissi að hún myndi aldrei geta gert neitt fyrir það framar. Hún yfirgaf því barnið og gekk lengra upp í heiðina, alveg uppundir brún, og þegar liún kom þangað sem okki átti að' vera annað en grjót og mosi, þá var þar fallegur garður með ungum, renglu- legum trjám. En þetta var of hátt uppí fjalli td þess að þar gætu þrifizt trjáplöntur, hún haiði ekki séð þetta fyrr og fannst að það g'æti ekki tilheyrt lífinu, það myndi enginn HERMANN PÁLSSON: Vísa Þú gerir vor mitt að vetri og lest mér frostrósir fölvar svo hrímþorn í brjósti mér hníta. Og döggin harðnar að hélu en týnist litur af laufi er afbrýði sál minni svalar. sjá þá nema hún. Það var sólskin milt og fall- egt, en kom svolítið annarlega fyi'ir, eins og það væri gulleitt eða rökkvað. Hún stanzaði hjá þessari gróðurvin í mosa- fjallmu og leit til baka sorgfull í huga og þótti undarlega komið fyrir sér. Hún vissi að hún var dáin og það yrði aldrei aftur tekið, hún vissi það líka að hún hafði fyrirfarið sér, þó hún gæti ekki munað eftir því, né vitað hversvegna, og hún var viss um að hún ha.fði orðið að gera það og að það væri af sömu ástæðu og söknuðurinn og angistin sem hún fann til í hjartanu og aldrei myndi yfirgefa hana. Og þessi söknuður og angist sem hún fann til í hjartanu, voru það eina. sem hún hafði tekið með sér úr lífinu sem hún hafði yfir- gef'ið, en hún gat ekki munað hver væri or- sök þeirra, og hún gat engan spurt, því það heyrði enginn til hennar framar. En hana langaði svo ákaft til þess að einhver gæti heyrt til hennar, þó ekki væri nema rétt sem snöggvast, svo hún gæti spurt að því hvers- vegna liún hefði gert þetta. En þá varð henni ljóst að aldrei myndi nokkur maður geta svar- að því. Það' vissi það enginn, því hún hafði ekki sagt það neinum, áður en hún dó. Skrifað í janúar 1955. 29

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.