Birtingur - 01.04.1955, Page 36
Gunnar Benediktsson hefur teklð upp á arma sína, all-
miklu fátæklegra en það er. En góðu heilli hefur við-
nám þeirra gegn framvindu tímans jafnan farið í hund-
ana. Á dögum Fjölnismanna héldu þeir dauðahaldi í
rímur, en ljóð Jónasar fóru sína sigurför allt um það.
Á þriðja tugi þessarar aldar hrópuðu þeir „flatrímarar“
að ungu skáldunum, en Stefán frá Hvítadal, Davíð, Jó-
hannes, Tómas, Magnús, Guðmundur Böðvarsson og
þeir félagar fóru sínu fram og þurfa ekki að bera kinn-
roða fyrir „flatrím" sitt. Hins vegar hefur upphafs-
maður orðsins „flatrímari" ekki haldið höfundarrétti sín-
um á lofti svo vitað sé, hvernig sem á því getur staðið.
í dag eru ungskáldin kennd við atómið, og enn sýnist
mér þau ætla að hunza varnaðarorð liinna varfærnu
manna og leita nýrra leiða öldungis ósmeyk. Þau rrwnu
veita „íslenzku Ijóðformi" pá endurnýjun sem það
þarfnast — í óþökk hinna útvöldu befðarpostula. Eftir
nokkra áratugi rís svo vitanlega upp nýr Gunnar Bene-
diktsson, sem heimtar fyllsta trúnað við hið „íslenzka
ljóðform" feðra sinna, atómskáldanna. „Og þannig skal
um eilífð áfram haldið“.
Gunnar endurtók í Orðsendingu þá fáránlegu full-
yrðingu sína frá í fyrrasumar að ég hati hið hefðbundna
tjáningarform forfeðra okkar af öllu hjarta mínu — „og
þó betur til“. Ég veit ekki hvernig skilja ber þann
viðauka véfréttarinnar í Hveragerði. En véfréttin í Delfí
kvað hafa orðið harla myrk í máli, þcgar hún hafði
andað að sér óheilnæmum gufum um hríð. Kannski eru
áhrif íslenzku hveragufunnar á sálarlífið svipuð. — Ég
vísa þessum hatursvaðli heim til föðurhúsanna. Ég lcgg
ekki hatur á nein tjáningarform og hef aldrei lagt.
Sjálfur hef ég ort fjölda Ijóða í gömlum stíl í ytri merk-
ingu, þ. e. undir þekktum bragarháttum. Geðvonzku-
legar dylgjur Gunnars um að ég hafi gert það aðeins í
eitt skipti geta tæplega stafað af öðru en fáfræði, og
liggur þó við að heimilt sé að væna hann um að fara
vísvitandi rangt með staðreyndir. Á hitt hef ég bent,
og við það mun ég standa, að kombínasjónsmöguleikar
rímorðanna hljóti óhjákvæmilega að þverra því meir
sem lengur er rímað og þetta geti og hafi leitt til rím-
stagls. En slíka athugun ætla ég að telja beri til einfaldr-
ar stærðfræði fremur en haturs.
Ég vil endurtaka það, að jákvæða listgagnrýni tel ég
í því fólgna að afhjúpa hlífðarlaust veilur í verkum
hinna viðurkenndu listamanna og hlúa eftir föngum að
álitlegum nýgræðingi. Gunnar fer þveröfugt að. Þess
vegna er barátta hans vonlaus og hann sjálfur aumkunar-
verður.
Það er sosum skiljanlegt að liið heilaga bandalag
myndbrotamanna og annarra andstæðinga nýrra lista
vilji eiga sinn æðsta prest. Sá sem gegnt hefur kallinu
um nokkurt árabil hefur nú látið af embætti með mik-
illi skyndingu. Þótt maður gæti unnað Gunnari Bene-
diktssyni betra hlutskiptis en skrýðast hempu hans, er
víst tilgangslaust fyrir cinn sveinstaula að reyna að telja
jafn ákaflyndum eldri manni hughvarf. Ég vildi samt að
endingu biðja Gunnar að benda ekki alltaf aftur. Við
horfum nefnilega mörg í hina áttina. Og ég segi fyrir
mig að ég fæ alltaf hálsríg af að lesa greinar hans um
listir.
r
BIRTINGUR
Ritnefnd: Einar Bragi (áb.), Smiðjustíg 5 B., Geir Kristjánsson,
Framnesvegi 38, Hörður Ágústsson, Laugavegi 135,
Jón Óskar, Blönduhlíð 4, Thor Vilhjálmsson, Klappar-
stíg 26.
Kemur út fjórum sinnum á ári. Árgangur til áskrifenda kr. 60.00.
Lausasöluverð kr. 20.00 heftið.
Efni í ritið sendist einhverjum úr ritnefndinni.
Afgreiðsla: Veghúsastíg 7 — sími 6837.
Hörður Ágústsson gerði kápuna og skipaði efninu á síðurnar.
Víkingsprent, Myndamót frá Litrófi h.f.
34
v