Birtingur - 01.01.1961, Blaðsíða 4
vegna þér hafið elcki gert afrit af þess-
um samningi Bodleys og Kirwans? Ég
sagði yður, að það yrði að vera til klukkan
fjögur“.
,,En herra Shelly sagði —
„Herra She 11 y sagði . . . Mætti
ég biðja yður að vera svo vænn að fara
eftir því sem ég segi, en ekki eftir því
sem h e r r a S h e 11 y s e g i r. Þér komið
alltaf með einhverjar afsakanir, þegar þér
vanrækið starfið. Nú ætla ég að láta yður
vita, að ef þér hafið ekki gert afrit af
þessum samningi fyrir kvöldið, þá skýt ég
málinu til hr. Crosbies . . . Heyrið þér,
hvað ég segi?“
„Já, herra“.
„Heyrið þér, hvað ég segi? . . . Nú, og svo
er það ofurlítið annað! Það er eins hægt
að tala við steininn og tala við yður. Látið
yður skiljast í eitt skipti fyrir öll, að þér
fáið hálftíma í mat, en ekki hálfan annan
tíma. Hvað étið þér margréttað? Það
þætti mér gaman að vita . . . Ætlið þér
nú að fara eftir því sem ég segi?“
„Já, herra“.
Hr. Alleyne grúfði sig á ný yfir skjala-
hrúguna. Maðurinn starði á þennan gljá-
andi skalla sem stjórnaði fyrirtækinu
„Crosbie og Alleyne“ og reyndi að gera
sér í hugarlund, hversu brothættur hann
væri. Skyndilegt reiðikast þrengdi að hálsi
hans eitt augnablik, leið svo frá og skildi
eftir sig sára tilkenningu að þorsta.
Þessa tilfinningu þekkti maðurinn vel og
fann nú, að hann yrði að fá sér ærlega
í staupinu um kvöldið. Það var komið
fram yfir miðjan mánuð, og ef honum
tækist að ljúka við afritið á tilteknum
tíma, mundi hr. Alleyne kannski láta hann