Birtingur - 01.01.1961, Blaðsíða 8

Birtingur - 01.01.1961, Blaðsíða 8
sig og alla aðra. Hr. Alleyne mundi ekki sjá hann í friði nokkra stund; líf hans yrði hreint helvíti. Nú hafði hann farið laglega að ráði sínu. Gat hann ekki haldið sér saman? En það hafði aldrei farið vel á með þeim, honum og hr. Alleyne, ekki síðan hr. Alleyne heyrði hann vera að skemmta Higgins og ungfrú Parker með því að herma eftir honum norður-írsku mállýzkuna; þannig hafði það byrjað. Það hefði kannski verið reynandi að fá lánað hjá Iiiggins, en Higgins átti aldrei pen- inga. Maður sem þurfti að halda uppi tveim stofnunum, auðvitað gat hann ekk- ert ... Vörpulegur skrokkur hans brann af löng- un eftir notalegheitum kránna. Það var farið að slá að honum í þokunni og honum datt í hug, hvort hann gæti slegið Pat í sjoppunni hjá O’Neill. Hann gat ekki slegið hann um meira en tíkall — og einn tíkall var gagnslaus. Samt varð hann ein- hversstaðar að ná í peninga: hann hafði látið sinn síðasta eyri fyrir ölið, og bráð- um var allsstaðar orðið of seint að ná í peninga. Allt í einu, meðan hann fitlaði við úrfestina sína, datt honum í hug veð- lánabúðin hans Terry Kelly í Fleetstræti. Það var lausnin! Hvers vegna datt honum ekki hún í hug fyrr? Hann gekk hratt eftir þröngri Templc Bar götunni og tautaði fyrir munni sér, að þeir mættu allir fara til fjandans, hann skyldi eiga gott kvöld. Búðarlokan hjá Terry Kelly sagði Fimmtíukall ! en vörubjóðurinn vildi fá sextíu; á endan- um varð bókað samkomulag um sextíu. Hann gekk kátur út úr búðinni og raðaði skildingunum í sívalning milli þumalfing- urs og hinna fingranna. í Westmoreland- stræti var þröng á gangstéttunum af ung- um mönnum og konum sem voru að koma úr vinnu, og tötralegir strákar hlupu um og kölluðu upp nöfnin á kvöldblöðunum. Maðurinn tróðst gegnum mannþröngina, horfði á lífið í kringum sig stoltur og ánægður og starði valdsmannlega á skrif- stofustúlkurnar. Hringingar og skrölt í sporvögnum glumdi í eyrum hans, og hann var farinn að finna ilminn af léttum púnsgufunum í nösunum. Þarna sem hann gekk, fór hann í huganum yfir þau orð sem hann ætlaði að nota, þegar hann færi að segja strákunum frá því sem komið hafði fyrir: „Þá leit ég bara á hann —- rólega, skiljið þið, og leit á hana. Svo leit ég á hann aftur — var ekkert að flýta mér, skiljið þið. „Ég held ekki, að það sé sanngjarnt að ætlast til að ég svari þessari spurn- ingu“, sagði ég“. Nefstóri Flynn sat í sínu gamla horni hjá Davy Byrne, og þegar hann heyrði sög- una, bauð hann Farrington upp á einn ein- faldan og sagði að þetta væri með því sniðugasta sem hann hefði heyrt. Farring- ton bauð sjúss í staðinn. Eftir litla stund bættust þeir O’Halloran og Paddy Leonard í hópinn, og þá var sagan sögð aftur, svo þeir fengju að heyra hana. O’Halloran gaf heilan umgang og lét þá heyra, hvernig hann hafði stungið upp í skrif- stofustjórann, þegar hann var hjá Callan í Fownes-stræti; en þar sem þetta svar hans var í stíl við það sem óprúttnir smalar láta út úr sér í hirðingjaljóðum. varð hann að viðurkenna, að það væri ekV jafn gáfulegt og svar Farringtons. Og þá ð Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.