Birtingur - 01.01.1961, Blaðsíða 47
þekki ég ekki fyllilega, en mig grunar . .. ég hugsa
að Bengt geti frætt okkur um hann!
Hringir bjöllunni á borðinu.
K a r 1 i n n : Nei, ekki hringja á Bengt! Ekki
Bengt!
Múmían: Jæja, hann veit það!
Hringir aftur.
Litla Mjólkurstúlkan birtist í forstofudyr-
unum, en K a r 1 i n n er sá eini sem sér hana, og
hann nötrar af skelfingu; B e n g t kemur inn, og
í sömu andrá hverfur stúlkan.
B e n g t: Já, ég þekki hann og hann mig. Allt
hverfist, eins og við vitum: ég hef verið í þjónustu
hans, og einu sinni var hann þjónn minn. Hann
var matvinnungur hjá mér hvorki meira né minna
en í tvö ár; vegna þess að hann þurfti að vera
laus klukkan þrjú, var síðdegisverðurinn alltaf til-
búinn klukkan tvö, og allir aðrir á heimilinu urðu
að éta upphitaðan mat vegna þessa tudda — en
þar að auki stal hann ævinlega af kraftsúpunni, svo
að við neyddumst til að þynna hana með vatni —
hann sveimaði um í eldhúsinu eins og blóðsuga og
saug allan safa úr matnum, svo að við hin urðum
eins og beinagrindur — og hann var nærri búinn
að koma okkur öllum í tugthúsið, vegna þess að
við þjófkenndum eldabuskuna.
Síðar rakst ég á þennan mann í Hamborg, þar
sem hann hafði tekið sér annað nafn. Hann var þá
okurlánari; þar var hann líka ákærður fyrir að
hafa ginnt unga stúlku út á óheldan ís til að
drekkja henni, vegna þess að hún hafði staðið hann
aí. glæp sem hann óttaðist að kæmist upp . . .
M ú m i a n strýkur hendi um andlit Karlsins: Röðin
er komin að þér! Taktu nú upp skuldabréfin og
erfðaskrána!
J ó h a n n sést í forstofudyrunum; hann fylgist með
rimmunni af miklum áhuga, því nú losnar hann úr
ánauðinni.
K a r 1 i n n tekur upp skjalapakka og kastar hon-
um á borðið.
M ú m í a n strýkur Karlinum um bakið: Fallegi
gaukur! E Jakob þaddna?
K a r 1 i n n eins og páfagaukur: Jakob e hjeddna!
-- Kakadóra! Dóra!
M ú m í a n : Má klukkan slá?
K a r 1 i n n galar: Klukkan má slá!
Hermir eftir gauks-klukku.
Kú-kú,kú kú,kú-kú! ....
M ú m í a n opnar skápdyrnar: Nú er klukkan búin
að slá! — Stattu upp og farðu inn í fataskápinn
þar sem ég hef setið í tuttugu ár og iðrazt mis-
gerða okkar. — Þarna inni hangir snæri; það getur
minnt þig á snöruna sem þú hengdir konsúlinn í
og ætlaðir að lauma um hálsinn á velgerðarmanni
þmum . . . Inn með þig!
K a r 1 i n n fer inn í fataskápinn.
M ú m í a n lokar dyrunum: Bengt, settu skerminn
fyrir dyrnar! Dauðaskerminn!
B e n g t setur skerminn fyrir dyrnar.
M ú m í a n : Það er fullkomnað! — Guð veri sál
h<»ns náðugur!
A 11 i r : Amen!
I, öng þögn.
Inni í hýasintuherberginu sést U n g f r ú i n leika
á hörpu, og Stúdentinn syngur.
Pvelúdíum og síðan söngur:
Sól ég sá, svo þótti mér
sem ég sæi göfgan guð;
sinna verka nýtur seggja hver,
sæll er sá sem gott gerir.
Reiðiverk þau þú unnið hefur
bæt þú ei illu yfir;
grættan gæla skaltu með góðum hlutum;
það kveða sálu sama.
Enginn óttast nema illt gjöri,
gott er vammalausum vera.
Herbergi í einhverjum kynjastíl, austurlenzk mótív.
Alla vega litar hýasintur um allt herbergið. Á
kakalóninum stór mynd af Búdda með rót á hnjám,
upp úr henni Askalonlauksleggur með stjarnlaga
blómum í hnatthvirfingu!
Eilítið til hægri fyrir miðju sviði dyr inn í boga-
salinn, þar sem Ofurstinn og Múmían sitja
auðum höndum og þögul; einnig sést hluti af
Birtingur 45