Birtingur - 01.01.1961, Blaðsíða 42

Birtingur - 01.01.1961, Blaðsíða 42
B e n g t: Eins og múmía . . . viltu fá að sjá hana? Bregur tjaldið frá dyrunum. Sjáðu, þarna situr hún! J ó h a n n : Drott-inn mi ... M ú m í a n bablar: Hgessegna opna dyddna, éssagt ær eiga vera lokaðar .. . B e n g t í sams konar babltóni: Ta, ta, ta, ta! Litla kría vera þæg, þá ska ún fá gott! — Fallegi gaukurinn! M ú m í a n eins og páfagaukur: Fallegi gaukur! — O, e Jakob þaddna? Kúrrrrrri! F e n g t : Hún heldur að hún sé páfagaukur . . . og getur víst meira en verið hún sé það ... V i ð m ú m í u n a : Pollý, blístra dálti fyrir okkur! M ú m í a n byrjar að flauta. J ó h a n n : Eg hef séð sitt af hverju, en aldrei neitt í líkingu við atarna! B e n g t : Sjáðu til: þegar hús taka að eldast, byrja þau að fúna og mygla, og þegar fólk hefur verið lengi saman og kvalið hvað annað, verður það vitskert. Þessi húsfreyja — þegiðu Pollý! — þessi múmía hefur setið hér í búi sínu í fjörutíu ár: sami eiginmaður, sömu húsgögn, sömu ætt- ingjar, sömu vinir .,.. Lokar Múmíuna inni af nýju. Hvað gerzt hefur hérna í húsinu — já, það hef ég litla hugmynd um .. En líttu á marmara- styttuna þá arna ..þannig leit frúin út, þegar hún var ung! J ó h a n n : Drottinn minn góður! — Er þetta n.úmían? F. e n g t: Já! — Það er varla hægt að hugsa um það ógrátandi! — En frúin hefur með tilstyrk auðugs ímyndunarafls eða á einhvern annan hátt öðlazt vissa eiginleika hins málóða fugls — hún þolir ekki krypplinga og sjúklinga í návist sinni . . . Hún getur ekki einu sinni umgengizt dóttur sina, af því að hún er veik . .,. J ó h a n n : Er ungfrúin veik? B e n g t : Vissirðu það ekki? J ó h a n n : Nei! . . . En hvað um ofurstann? B e n g t : Þú færð bráðum að sjá hann sjálfur! J ó h a n n virðir styttuna fyrir sér: Það er hrylli- legt að hugsa um þetta ..,. Hve gömul er frúin núna? B e n g t : Það veit enginn .... en sagt er, að þegar hún var hálffertug hafi hún verið eins og nítján ára stúlka og getað talið ofurstanum trú um að hún væri það ..,. Já, það er margt sem húsið hérna veit ., . Veiztu til hvers svarti japanski skermurinn þarna hjá legubekknum er notaður? — Hann er kallaður dauðaskermurinn og settur f;aman við bekkinn, þegar einhver er að deyja — alveg eins og á sjúkrahúsunum .. . J ó h a n n : Þetta er hræðilegt hús .,.. Og hingað þráði stúdentinn að komast eins og það væri sjálf- ur aldingarðurinn Eden . . . B e n g t: Hvaða stúdent? Ójá, sá sem er væntan- legur hingað í kvöld .,. . Ofurstinn og ungfrúin hittu hann af hendingu í óperunni og urðu bæði heilluð af honum . ... Hm! . . . En nú er röðin komin að mér að spyrja: Hver er patróninn? Forstjórinn í hjólastólnum ... .? J ó h a n n : Æ, •— er von á honum líka? B e n g t : Ekki hefur honum verið boðið. J ó h a n n : Hann kemur þá óboðinn ... gf 1 nauSirnar rekur! ,. „ K a r 1 i n n í forstofunni í lafafrakka, með pípu- hatt, hækjur, læðist inn og leggur við hlustir. B e n g t: Það er óþveginn svikahrappur, eða hvað? J ó h a n n : Fram í fingurgóma! B e n g t : Hann er eins og myrkrahöfðinginn sjálfur! J ó h a n n : Og ramgöldróttur eins og hann! . . . því hann fer gegnum luktar dyr . . . K a r 1 i n n drattast fram, tekur í eyrað á Jóhanni: Varaðu þig! — Fantur! Við Bengt: Tilkynnið ofurstanum komu mína! B e n g t : En hér er von á gestum . . . K a r 1 i n n : Veit ég það, Sveinki! Ég kem ekki aiveg óvænt heldur, þótt mín hafi kannski ekki verið beðið með óþreyju .. . B e n g t : Jæja! Hvað var nafnið! Hummel for- stjóri! K a r 1 i n n : Alveg rétt! 40 Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.