Birtingur - 01.01.1961, Blaðsíða 39
mitt mig til að koma vilja yðar fram? Þekktuð
þér mig áður?
K a r 1 i n n : Já, náttúrlega! Ég hef fylgzt með
yður lengi . . . En lítið þér upp á svalirnar, þar
sem jómfrúin er að draga fánann í hálfa stöng .. .
og síðan snýr hún rúmfötunum við . . . Sjáið þér
bláa brekánið? — Það var áður ætlað tveimur, en
er nú aðeins handa einum . „ .
Ungfrúin er búin að hafa fataskipti og sést
vera að vökva hýasinturnar í glugganum.
K a r 1 i n n : Þarna er eftirlætisstúlkan mín, lítið
á hana! — Hún er að tala við blómin, og er hún
ekki lík bláu hýasintunum? . . . Hún gefur þeim
h'-eint vatn að drekka, og þær breyta því i liti og
ilm . . . Þarna kemur ofurstinn með blaðið —
Hann sýnir henni hrunda húsið ... nú bendir
hann á myndjna af yður! Hjarta hennar slær örar
. . . hún les um hetjudáð yðar .... ég held það
sé að þyngja í lofti; hver veit nema hann fari að
rigna — þá er ég laglega settur, ef Jóhann kemur
ekki bráðum aftur ..,
Það dregur fyrir sólu og dimmir í lofti; Kerl-
j n g j i} við bjúgspegilini} lokar glugganum.
K a r 1 i n n : Þarna lokaði unnusta mín gluggan-
um ... sjötíu og níu ár ... hún notar aldrei
annan spegil en bjúgspegilinn, vegna þess að í
honum sér hún ekki sjálfa sig, aðeins ytra um-
hverfið frá tveimur hliðum, en hún hefur ekki
hugsað út í það að heimurinn sér hana . . . Fal-
legasta kerling reyndar . ...
Nú sést Hinn látni koma í líkklæðum út um
útidyrnar.
Stúdentinn: Guð minn góður, hvað sé ég?
K a r 1 i n n : Hvað sjáið þér?
Stúdentinn: Sjáið þér hann ekki þarna í
útidyrunum — hinn látna?
Karlinn: Ég sé ekkert, en ég átti von á því!
Segið mér hvað þér sjáið „. .
Stúdentinn: Hann gengur út á götuna . ..
Þ ö g n.. Nú lítur hann við og horfir á fánann.
K a r 1 i n n : Grunaði ekki Gvend! Hann telur
áreiðanlega kransana líka og les nöfnin á nafn-
spjöldunum . . . Vei þeim sem koma ekki!
Stúdentinn : Nú gengur hann fyrir hornið ...
K a r 1 in n : Til að telja fátæklingana .. . fátækl-
ingar setja svo fagran svip á jarðarfarir: „syrgður
af smælingjunum" — en ég syrgi hann ekki! —
Hann var óþveginn þorpari, yður að segja . ..
Stúdentinn: En líknsamur . ..
Karlinn: Líknsamur þrjótur, sem var alla æv-
ina að undirbúa útför sína .,. . Þegar hann fann
hvað að fór, prettaði hann ríkið um fimmtíu þús-
undir ... og þarna gengur dóttir hans og er að
hugsa um arfinn . . . hann heyrir allt sem við
segjum, skálkurinn sá arna, og honum er það
mátulegt! — Þarna kemur Jóhann!
J ó h a n n inn frá vinstri.
K a r 1 i n n : Skýrslu!
J ó h a n n talar svo lágt að það heyrist ekki.
Karlinn: Jæja, ekki heima? Þú ert sauður! —
Og ritsíminn? — Ekkert! . . . Áfram! . . . Klukkan
6 í kvöld? Ágætt! — Aukaútgáfan? — Allt nafnið
á forsíðu! Arkenholz stúdent, fæddur . . . foreldrar
. . . prýðilegt ... ég held hann ætli að fara að
rigna . . . Hvað sagð’ann, segirðu? -— Einmitt, ein-
nútt! — Vildi það ekkl, nei? — Þá neyðum við
hann til þess! — Þarna kemur hefðarmaðurinn! —
Ýttu mér fyrir hornið, Jóhann, svo að ég geti
heyrt hvað fátæklingarnir segja . . . Og þér, Arken-
holz, bíðið mín hér . . . heyrið þér það! — Flýtt’ér,
flýtt’ér!
J ó h a n n ýtir stólnum fyrir hornið,
Stúdentinn stendur kyrr og horfir á Ung-
fvúna hlúa að blómunum.
Hefðarmaðurinn inn í sorgarklæðnaði,
ávarpar Dökkklæddu konuna, sem er á gangi á
stéttinni: Já, hvað er hægt að gera við því? —
Við verðum að bíða!
Dökkklædda konan: Ég get ekki beðið!
Hefðarmaðurinn : Heldurðu ekki? Skrepptu
þá upp í sveit.
Dökkklædda konan: Ég vil það ekki.
Hefðarmaðurinn: Komdu hingað, annars
heyra þeir hvað við segjum.
Þau ganga að auglýsingastólpanum og halda áfram
að tala saman svo lágt að það heyrist ekki.
Birtingur 37