Birtingur - 01.01.1961, Qupperneq 39

Birtingur - 01.01.1961, Qupperneq 39
mitt mig til að koma vilja yðar fram? Þekktuð þér mig áður? K a r 1 i n n : Já, náttúrlega! Ég hef fylgzt með yður lengi . . . En lítið þér upp á svalirnar, þar sem jómfrúin er að draga fánann í hálfa stöng .. . og síðan snýr hún rúmfötunum við . . . Sjáið þér bláa brekánið? — Það var áður ætlað tveimur, en er nú aðeins handa einum . „ . Ungfrúin er búin að hafa fataskipti og sést vera að vökva hýasinturnar í glugganum. K a r 1 i n n : Þarna er eftirlætisstúlkan mín, lítið á hana! — Hún er að tala við blómin, og er hún ekki lík bláu hýasintunum? . . . Hún gefur þeim h'-eint vatn að drekka, og þær breyta því i liti og ilm . . . Þarna kemur ofurstinn með blaðið — Hann sýnir henni hrunda húsið ... nú bendir hann á myndjna af yður! Hjarta hennar slær örar . . . hún les um hetjudáð yðar .... ég held það sé að þyngja í lofti; hver veit nema hann fari að rigna — þá er ég laglega settur, ef Jóhann kemur ekki bráðum aftur .., Það dregur fyrir sólu og dimmir í lofti; Kerl- j n g j i} við bjúgspegilini} lokar glugganum. K a r 1 i n n : Þarna lokaði unnusta mín gluggan- um ... sjötíu og níu ár ... hún notar aldrei annan spegil en bjúgspegilinn, vegna þess að í honum sér hún ekki sjálfa sig, aðeins ytra um- hverfið frá tveimur hliðum, en hún hefur ekki hugsað út í það að heimurinn sér hana . . . Fal- legasta kerling reyndar . ... Nú sést Hinn látni koma í líkklæðum út um útidyrnar. Stúdentinn: Guð minn góður, hvað sé ég? K a r 1 i n n : Hvað sjáið þér? Stúdentinn: Sjáið þér hann ekki þarna í útidyrunum — hinn látna? Karlinn: Ég sé ekkert, en ég átti von á því! Segið mér hvað þér sjáið „. . Stúdentinn: Hann gengur út á götuna . .. Þ ö g n.. Nú lítur hann við og horfir á fánann. K a r 1 i n n : Grunaði ekki Gvend! Hann telur áreiðanlega kransana líka og les nöfnin á nafn- spjöldunum . . . Vei þeim sem koma ekki! Stúdentinn : Nú gengur hann fyrir hornið ... K a r 1 in n : Til að telja fátæklingana .. . fátækl- ingar setja svo fagran svip á jarðarfarir: „syrgður af smælingjunum" — en ég syrgi hann ekki! — Hann var óþveginn þorpari, yður að segja . .. Stúdentinn: En líknsamur . .. Karlinn: Líknsamur þrjótur, sem var alla æv- ina að undirbúa útför sína .,. . Þegar hann fann hvað að fór, prettaði hann ríkið um fimmtíu þús- undir ... og þarna gengur dóttir hans og er að hugsa um arfinn . . . hann heyrir allt sem við segjum, skálkurinn sá arna, og honum er það mátulegt! — Þarna kemur Jóhann! J ó h a n n inn frá vinstri. K a r 1 i n n : Skýrslu! J ó h a n n talar svo lágt að það heyrist ekki. Karlinn: Jæja, ekki heima? Þú ert sauður! — Og ritsíminn? — Ekkert! . . . Áfram! . . . Klukkan 6 í kvöld? Ágætt! — Aukaútgáfan? — Allt nafnið á forsíðu! Arkenholz stúdent, fæddur . . . foreldrar . . . prýðilegt ... ég held hann ætli að fara að rigna . . . Hvað sagð’ann, segirðu? -— Einmitt, ein- nútt! — Vildi það ekkl, nei? — Þá neyðum við hann til þess! — Þarna kemur hefðarmaðurinn! — Ýttu mér fyrir hornið, Jóhann, svo að ég geti heyrt hvað fátæklingarnir segja . . . Og þér, Arken- holz, bíðið mín hér . . . heyrið þér það! — Flýtt’ér, flýtt’ér! J ó h a n n ýtir stólnum fyrir hornið, Stúdentinn stendur kyrr og horfir á Ung- fvúna hlúa að blómunum. Hefðarmaðurinn inn í sorgarklæðnaði, ávarpar Dökkklæddu konuna, sem er á gangi á stéttinni: Já, hvað er hægt að gera við því? — Við verðum að bíða! Dökkklædda konan: Ég get ekki beðið! Hefðarmaðurinn : Heldurðu ekki? Skrepptu þá upp í sveit. Dökkklædda konan: Ég vil það ekki. Hefðarmaðurinn: Komdu hingað, annars heyra þeir hvað við segjum. Þau ganga að auglýsingastólpanum og halda áfram að tala saman svo lágt að það heyrist ekki. Birtingur 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.