Birtingur - 01.01.1961, Blaðsíða 52

Birtingur - 01.01.1961, Blaðsíða 52
U n g f r ú i n hefur hnigið niður dauðvona, hring- ir, B e n g t kemur inn. Ungfrúin: Komdu með skerminn! Fljótt — ég er að deyja! B e n g t kemur að vörmu spori með skerminn, dregur hann sundur fyrir framan ungfrúna. Stúdentinn: Lausnarinn kemur! Komdu sæll, bleiki og mildi riddari! — Sof þú, fagra vansæla vera, sem þjáist að ósekju — sofðu draumlaust, og þegar þú vaknar . . . fagni þér sól sem brennir ekki, heimili þar sem ekki sést ryk, frændur sem eru óþjakaðir af smán, óflekk- aður kærleikur . . . Vitri miskunnsami Búdda, er situr hér og bíður þess að sjá himin vaxa upp úr jörðunni, gef þú oss styrk í þraut, hreinan vilja, að vonin þurfi ekki að verða sér til smánar! Það syngur í strengjum hörpunnar; herbergið fvllist hvítu ljósi. Sól ég sá, svo þótti mér sem ég sæi göfgan guð; sinna verka nýtur seggja hver, sæll er sá sem gott gerir. Reiðiverk þau þú unnið hefur bæt þú ei illu yfir; grættan gæla skaltu með góðum hlutum; það kveða sálu sama. Enginn óttast nema illt gjöri, gott er vammalausum vera. Kvein heyrist á bak við skerminn. Veslings litla barn — barn þessa heims villu, scktar, þjáninga og dauða; heims hverfulleika, mistaka og kvala! Himnafaðirinn verði sál þinni náðugur ... Herbergið hverfur; fyrir miðju sviði stígur Toten-Insel eftir Boecklin fram; lágt sef- andi sorgarlag heyrist utan úr eyjunni. Einar Bragi Sigurðsson íslenzkaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.