Birtingur - 01.01.1961, Blaðsíða 7
eitthvað, þjóta á dyr og kasta sér út í
ofsalegt slark. Öll sú niðurlæging sem
hann hafði mátt þola um dagana gerði
hann hamstola ... Gæti hann farið sjálfur
til gjaldkerans og beðið um forskot? Nei,
gjaldkerinn var slæmur, þar var ekki við
neinu góðu að búast: hann mundi ekki
borga neitt fyrirfram .. . Hann vissi, hvar
hann mundi hitta strákana: Leonard og
O’Halloran og nefstóra Flynn. Loftvog til-
finninga hans stóð á óstöðugu.
Hann var svo niðursokkinn í hugsanir
sínar, að nafn hans var hrópað tvisvar
áður en hann anzaði. Hr. Alleyne og
ungfrú Delacour stóðu fyrir framan af-
greiðsluborðið, og allir skrifstofuþjónarnir
hpfðu snúið sér við og biðu, fullir eftir-
væntíngar. Maðurinn reis upp frá borði
sínu. Hr. Alleyne fór að ausa yfir hann
skömmum og sagði að tvö bréfin vantaði.
Maðurinn svaraði, að hann vissi ekkert
um þau, að hann hefði afritað þetta sam-
vizkusamlega. Skammalesturinn hélt
áfram: hann var svo napur og ofsalegur,
að maðurinn varð að taka á öllu sínu til
að láta ekki hnefann hvína á þessu mann-
kerti sem stóð fyrir framan hann.
„Ég veit ekkert um nein tvö bréf“, sagði
hann aulalega.
„Þér — vitið — ekkert. Auðvitað
vitið þér ekkert", sagði hr. Alleyne. „Seg-
ið mér“, bætti hann við, og leit fyrst á
konuna sem stóð við hlið hans eins og
hann vænti þess að finna hjá henni upp-
örvun, „haldið þér, að ég sé fífl? Haldið
þér, að ég sé rakið fífl?“
Maðurinn leit til skiptis framan í kon-
una og á litla egglaga höfuðið; og áður
en hann vissi af hafði tungan neytt
þessa færis:
„Ég held ekki, herra minn“, sagði hann,
„að það sé sanngjarnt að ætlast til að ég
svari þessari spurningu“.
Skrifstofuþjónarnir stóðu á öndinni. Allir
voru furðu lostnir (höfundur þessarar
fyndni ekki síður en aðrir) og ungfrú
Delacour sem var holdug kona og góð-
lynd var farin að brosa breitt. Hr. Alleyne
varð eins rauður í framan og villirós, og
munnur hans kipptist til í vanmegna
bræði. Hann skók krepptan hnefann fram-
an í manninn, þangað til þessi hnefi titr-
aði og skalf eins og hnappur á einhverri
rafmagnsvél:
„Ósvífni þorparinn yðar! Ósvífni þorpari!
Ég skal jafna um yður! Bíðið þér bara!
Þér skuluð biðja mig afsökunar á ósvífni
yðar eða þér verðið rekinn eins og skot!
Þér verðið rekinn, það skal ég segja yður,
eða þér biðjið mig afsökunar!“
Hann stóð í húsdyrum beint á móti skrif-
stofunni og ætlaði að vita, hvort gjaldker-
inn yrði einn, þegar hann kæmi út. Allir
skrifstofuþjónarnir tíndust út, hver á fæt-
ur öðrum, og loks kom gjaldkerinn og
skrifstofustjórinn með honum. Það var til
einskis að ætla sér að tala við hann, þegar
hann var með skrifstofustjóranum. Mað-
urinn fann, að staða hans var nógu slæm
fyrir því. Hann hafði verið nauðbeygður
til að biðja hr. Alleyne afsökunar á hinn
vesalmannlegasta hátt, en hann vissi, hví-
líkt geitingshreiður skrifstofan mundi nú
verða honum þrátt fyrir það. Hann mundi,
hvernig hr. Alleyne hrakti Peake litla frá
skrifstofunni til að koma þar að frænda
sínum. Hann var reiður og þyrstur og
vildi hefna sín, óánægður með sjálfan
Birtingur 5