Birtingur - 01.01.1961, Blaðsíða 81

Birtingur - 01.01.1961, Blaðsíða 81
herraembættinu, sagði hann: „Aðalatriðið er það, að rithöfundar skrifi vel“. 1 ræðu, sem hann flutti á fundi með menntamönn- um 17. júlí 1960, en var af einhverjum ástæðum ekki birt fyrr en í tímaritinu ,,Kommúnist“, maí 1961, segir hann: „Við þurfum slíkar bækur, kvikmyndir, leiksýn- ingar, tónverk, málverk og höggmyndir, sem ala fólk upp í anda kommúnistískra hugsjóna, vekja hjá því hrifningu á öllu hinu stórkostlega og fagra í hinum sósíal- istíska raunveruleik okkar, gera það reiðubúið að leggja af mörkum alla sína krafta, þekkingu og hæfileika í þágu óeigingjarnrar þjónustu við þjóð sína . .. og fær það til að berjast gegn öllu and- þjóðfélagslegu og neikvæðu í lífinu“. For- sætisráðherrann lét þess getið í upphafi ræðu sinnar, að margir listamenn hafi reynzt óþægir við framkvæmd þessarrar stefnu, og hafi hann kippt óþyrmilega í eyrun á þeim sumum, en núna séu fleiri farnir að gera sér það ljóst, að einmitt þetta sé innihald og takmark sovézkra lista. Af þessarri stöðu sovézkra lista innan ríkiskerfisins leiðir það, að þær eru aka- demískar, stirðnaðar í lögákveðnum, venjubundnum og kanóníseruðum form- um. I mörgum listgreinum risu upp smá- páfar, og allir, sem fengust við listsköpun í þessarri grein, urðu að gera allt eins og hann. 1 málarlist hét páfinn t. d. A. Gerasímoff. Hann málaði landslög og teatralismamyndir. Fram á síðustu ár hafa allir málað eins og hann. Á yfir- litssýningu um málaralist sósíalistísku landanna 1957 mátti sjá myndir eftir marga málara, en hefðu ekki staðið mis- munandi nöfn undir þeim, hefði verið hægt að trúa, að þær væru allar eftir sama manninn. Nokkuð ér farið að draga úr áhrifum þessarra páfa, en listamaður i hverri grein verður þó að semja sig að reglum hinnar opinberu, akademísku list- ar. Þetta er þeim mun furðulegra, sem enn þann dag í dag er tæplega til nokk- uð sem heitir opinber fagurfræði í Sovét- ríkjunum. Fagurfræði hefur alla tíð verið sýnd lítil rækt, og það var ekki fyrr en. eftir 20. þingið, að fór að færast líf í fagurfræðilegar umræður. — Enn hefur ríkisvaldið ekki löggilt neina ákveðna kenningu um það, hvað fegurð er, en flestir hallast að því, að hún sé hlutlægur eiginleiki hlutanna, óháð manninum og sjónarmiðum hans. Listamenn hafa því frekar verið brotnir undir agann með admínistratívum aðferðum heldur en með fagurfræðilegum eða listfræðilegum kenn- ingum, enda er listin fyrst og fremst ambátt stjórnmála og hagsmuna ríkisins á hverjum tíma. Listgagnrýni miðast ekki við fagurfræðilega mælikvarða, heldur stjórnmálalega. Listaverk, sem ekki er boðskapur um pólitík flokksins, er vont. Fyrir nokkrum árum var hafið að sýna í leikhúsi í Moskvu leikrit, sem fjallaði um ungan mann. Hann hafði lent í ein- hverju klandri í liöfuðborginni, og fór því sem sjálfboðaliði að yrkja lönd í Asíu. Þetta leikrit var bannað, og það hvarf af sviðinu eftir örfáar sýningar. Það var ekki hægt að þola, að sýnt væri á leik- sviði venjulegt fólk, það verður að vera hetjur framleiðslunnar og bardagamenn fyrir kommúnismann. Leikritið var vont vegna þess, að það sýndi venjulegan Birtingur 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.