Birtingur - 01.01.1961, Blaðsíða 13

Birtingur - 01.01.1961, Blaðsíða 13
Hjörleifur Sigurðsson f bókinni sem fyrst vakti athygli mína á tilveru Wassilys Kandinskys, var það skýrt og skilmerkilega tekið fram, að hann væri forsprakki nýrrar stefnu í myndlistum, er vildi fyrir hvern mun sniðganga áhrif náttúrunnar á listaverkið. Þarna var ennfremur látið að því liggja, að Kandinsky og hans nótar máluðu eftir heimagerðum formúlum. Persónuleg kynni af verkum málarans staðfestu á engan hátt þessi ummæli. Og ef ég á að leggjast svo lágt að vitna til þeirra frekar, geri ég það til að segja, að þau eru algjör andstæða sannleikans eins og hann kom mér fyrir sjónir á Kandinskysýningunni í París veturinn 1949 og kemur raunar enn í hvert skipti, sem ég stend andspænis mynd eftir þennan frumherja abstrakt- listarinnar. Ég var kannski ekki undir það búinn dagana í Drouin-galleríinu að skilja dýpri merkingu listaverkanna. Og sízt vildi ég draga fjöður yfir það, að margt var þarna undarlegt í augum reynslulítils manns. En málverkin snurtu strengi í brjósti mér á sömu sekúndunni og ég leit þau og það er nægileg ástæða til að vísa á bug staðhæfingunum um tilgerð og kulda. En það var ekki ætlunin að segja frá áhrifum Kandinskys á höfund þessarar greinar. Ég hafði einkum í huga að drepa á ævi málarans, ræða um myndir hans og gildi þeirra fyrir líf framtíðarinnar. Um allt þetta fáum við töluvert að vita í æviágripi, sem Nína kona hans ritaði en einnig og ekki síður í ritgerðum og bók- um hans sjálfs. Nokkrir listfræðingar, starfsbræður Kandinskys og vinir hans, hafa líka skrifað greinar, sem akkur er í. Um Wassily Kandinsky Birtingur 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.