Birtingur - 01.01.1961, Blaðsíða 61
við eyrun sem aflmiklar vélar veita með
dynkjum og drunum í atvinnulífinu.
Sleitulaust ríkir rokk-hikstinn með raf-
tortúrgíturum, rykkjóttir skrækir með
krampakenndum tónstrengjateygjum sem
minna á einhverjar sérstaklega sársauka-
fullar líkamsæfingar til að reyna að lækna
þrálátt þindarslen, hýsterískur júbelemj-
andi líkt og húðstrýktir væru kynvilling-
ar með kvalalosta. Síðan taka við dá-
semdir bíóorgelsins um undirheima engil-
saxnesks tónlistarsmekks. Þannig fjara
byggðir Islands út meðan aurinn byrgir
rúðurnar, fjöll og heiðar, ár og vötn; og
hrossagaukurinn flýgur óséður upp úr
fjalldrapa, og svanur syndir að leita uppi
kongress með sveigðan háls. Það er úti,
—- en inni er samkvæmið sem útvarpið
býður upp á.
Bílstjóri, ekki væri hægt að lækka ofur-
lítið í útvarpinu?
Ha? segir bílstjórinn og er að setjast
aftur í sæti sitt eftir að hafa þeytt
pappakassa utan af Osram-ljósaperum
með þrívöfðu snæri út á mjólkurbrúsa-
pallinn skammt frá kyrrlátum bæ undir
hamrahlíð. Ég heyri bara óminn, segir
hann.
Þetta er kurteis maður, hugsa ég þegar
hann lækkar ofurlítið í pyndingartækinu,
og hélt hann væri að afsaka það að hann
hefði ekki sjálfur haft hugsun á því að
þyrma farþegum sínum.
Eftir nokkra kílómetra er hávaðinn orð-
inn jafn öflugur sem fyrr. Þannig geng-
ur nokkrum sinnum. En á áningarstað
segi ég við hinn elskulega bílstjóra:
Væri nokkur leið til þess að fá lækkað í
útvarpinu, þetta er svo anzi hvimleitt.
Já en ég heyri bara óminn, segir bílstjór-
inn særður í röddinni og í mildum augum
ljósbláum: ég skal nefnilega segja þér að
það er svoleiðis að hátalararnir fyrir
aftan þeir draga úr hátalaranum mínum,
þeir eru svo sterkir að þeir taka frá há-
talaranum mínum svo að ég get ekki heyrt
nema bara óminn. Ég heyri ekki neitt
nema ég hækki dálítið.
Styrkir og styrkir
og sinfóníuhljómsveitin
Ríkisvaldið setur lúxustoll á hljóðfæri,
hljómplötur, gott ef ekki striga og liti
og fleira sem hægt er að sanna að sé
nauðsyn, hátollar bækur, sektar rithöf-
unda fyrir að þiggja bækur að gjöf frá
erlendum starfsbræðrum sínum og vinum
með því að láta þiggjendur greiða sölu-
skatt af gjöfinni ef gefandinn tekur sig
ekki upp til að afhenda gjöfina sjálfur
heldur póstsendir hana. Ríkið tekur háar
prósentur af þeim pappír sem ekki er
notaður í glæparit og klámblöð og undir
áhugamál stjórnmálamannanna í dagblöð-
unum. Það helgast af því að ríkisvaldið
telur að það sé óþarfur munaður sem ekki
eru glæpir, klám og pólitík. Annað þurfi
ekki að prenta, þeir sem það gera eru
skaðabótaskyldir við ríkisvaldið.
Já en er ekki ríkið alltaf að styrkja og
styrkja menninguna? Reyndar verð ég að
játa að í fjögur ár (að minnsta kosti)
hefur Jón Dúason fengið greiddar sextíu
þúsund krónur árlega og ber þá væntan-
lega að líta á hann sem oddvita íslenzkr-
ar menningarsköpunar að opinberu mati
því að þeir sem fá hæst listamannalaun:
Birtingur 59