Birtingur - 01.01.1961, Blaðsíða 51

Birtingur - 01.01.1961, Blaðsíða 51
Stúdentinn: Vitið þér, hvað ég hugsa um yður núna? U n g f r ú i n: Segið það ekki, því þá dey ég! Stúdentinn: Ég verð, annars dey ég! . . . Ungfrúin: Á sjúkrahúsum segja menn allt sem þeir hugsa . . . Stúdentinn : Alveg rétt! — Faðir minn lauk œvi sinni á geðveikrahæli . . Ungfrúin: Var hann veikur? Stúdentinn: Nei, stálhraustur, en hann var óður! Ojá, hann missti stjórn á sér einn góðan veðurdag, og nú skal ég segja yður hvernig það atvikaðist . . . Hann umgekkst eins og við öll hóp manna, sem hann kallaði vini sína, vegna þess að orðið er stutt og þjált í munni; þetta voru að sjálfsögðu sótraftar, eins og menn eru fiestir,. En hann varð að hafa samneyti við ein- hverja, af því að hann gat ekki alltaf verið einn. Jæja, jafnaðarlega segir maður ekki öðrum hvað maður hugsar um þá, og hann gerði það ekki heldur. Hann vissi áreiðanlega hve óhreinlyndir þeir voru, þekkti undirferli þeirra út í æsar . , . en hann var vitur maður og vel upp alinn, þess vegna var hann alltaf kurteis. En dag nokkurn hafði hann fjölmennt gestaboð — það var að kvöldi dags; hann var þreyttur eftir erfiði dags- ins og leiður, fyrst á að þegja, síðan að tala tóma vitleysu við gestina .. . Uað fer hrollur um Ungfrúna. Stúdentinn: Viti menn — við borðið kveð- ur hann sér hljóðs, lyftir glasi og ætlar að fara að halda ræðu . . . Þá brast flóðgarðurinn, og í longu máli færði hann gestina hvern af öðrum úr hverri spjör. Síðan settist hann yfirkominn af þreytu á mitt borðið og sagði þeim að fara til andskotans! U n g f r ú i n : Úff! Stúdentinn: Ég var viðstaddur og ég gleymi aldrei þvi sem síðan gerðist! . . . Pabbi og mamma f!ugust á, gestirnir þutu út ... en faðir minn var fluttur á geðveikrahæli, og þar lézt hann! Þ ö g n . Þegar menn hafa þagað of lengi verður andrúmsloftið kyrrt og fúlt, og þannig er loftið i húsinu hérna. Hér er eitthvað rotið! Og ég sem hélt að þetta væri paradís á jörðu, þegar ég sá yður fara hingað inn í fyrsta sinn . . . Það var á sunnudagsmorgni, ég stóð hugfanginn hérna fyrir utan og horfði inn; ég sá ofursta sem var ekki ofursti, ég hitti fyrir mér göfugan vel- gjörðarmann sem var glæframaður og hengdi sig að lokum, ég sá múmíu sem ekki var og jóm- fiú, já meðal annarra orða: hvað varð um jóm- frúdóminn? Hvar er fegurð að finna? I náttúr- unni og huga mér þegar hann er sparibúinn! Hvar eru heiður og trú? I ævintýrunum og á barnasýningum leikhúsanna! Hvar er það sem ekki bregzt vionum iríínum? .... í ímyndun minni! — Eitruð reyndust mér blómin yðar, og nú hef ég eitrað líf yðar — ég bað um hönd yðar og ætlaði að búa okkur heimili, þar sem við mættum una við ljóð, söng og hörpuleik, en þá kom eldabuskan ... Sursum Corda! Reynið einu sinni enn að slá eld og purpura úr gullhörpunni . . . reynið, ég bið yður, sárbæni yður á hnján- um .. . Jæja, þá geri ég það sjálfur! Tekur hörpuna, en strengir hennar hljóma ekki við áslátt. Harpan er þögnuð! Hugsa sér að fegurstu blómin skuli vera svona eitruð, eitruðust af öllu — bölvun hvílir yfir allri sköpuninni, öllu lífinu . . . Hvers vegna vilduð þér ekki játast mér? Vegna þess að sjálf lífslind yðar er sjúk ... nú finn ég að blóðsugan í eldhúsinu er byrjuð að sjúga n.úg: ég held það sé Lamía að gefa barni brjóst; það er alltaf í eldhúsinu, sem börnin á heimilinu bljóta fyrstu hjartasárin, ef það gerist ekki í svefnherberginu . . . sumar eiturtegundir gera menn blinda, aðrar opna augu þeirra — ég er trúlega fæddur með einhverja hinna síðarnefndu í æðum, því ég get ekki sagt að hið ljóta sé fallegt eða kallað hið illa gott — ég g e t það ekki! Jesús Kristur steig niður til heljar — þannig endaði vist hans ú jörðunni: dárakistunni, fangelsinu, líkhúsinu jörð; dárarnir drápu hann, þegar hann reyndi að frelsa þá, en bófinn var látinn laus — bófinn nýtur alltaf samúðar! — Vei! Vei okkur öllum! Frelsari heimsins, frelsa þú oss — við förumst! Birtingur 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.