Birtingur - 01.01.1961, Blaðsíða 36
sumir segja það sé sjáifskaparvíti, aðrir skella
skuldinni á foreldra mína, sjálfum er mér næst
að halda að það sé eitt af grimmdarverkum lífs-
ins sjálfs, sjái maður við einni snörunni, álpast
hann beint í þá næstu. En hvað sem því líður:
ég get ekki hlaupið upp og niður stiga, ekki
hringt dyrabjöllum, þess vegna bið ég yður hjálp-
ar.
Stúdentinn: Hvað get ég gert?
K a r 1 i n n : Fyrst getið þér ýtt stólnum mínum
aö auglýsingastólpanum þarna; mig langar að
vita, hvað leikhúsin hafa á boðstólum í kvöld . .,
Stúdentinn ýtir hjólastólnum: Hafið þér eng-
an aðstoðarmann?
K a r 1 i n n : Jú, en hann fór í sendiferð fyrir
mig ., . kemur aftur innan stundar . . . Eruð þér
í læknisfræði?
Stúdentinn : Nei, ég stunda málanám, en
er reyndar óráðinn í hvað ég á að taka mér
íyrir hendur .,. .
Karlinn: Aha! — Eruð þér góður i stærð-
f<æði?
Stúdentinn: Jó, sæmilegur.
Karlinn: Gott! — Munduð þér kannski vilja
komast í stöðu?
Stúdentinn: Ja, því ekki það?
K a r 1 i n n : Gott! Les auglýsingarnar.
Valkyrjan: nónsýning . . . Þá verður ofurstinn þar
ásamt dóttur sinni; situr alltaf úti á enda á sjötta
bekk; ég læt yður sitja næst þeim ... Viljið þér
fara inn í símaklefann þarna og panta miða á
sjötta bekk númer 82?
Stúdentinn: A ég að fara á nónsýningu í
óperunni?
Karlinn: Já! Hlýðið mér, þá farnast yður vel!
Eg vil þér verðið hamingjusamur, auðugur og virt-
ur; fyrsta skrefið á framabrautinni stiguð þér í
gær sem hugrakkur björgunarmaður, á morgun
verður nafn yðar á allra vörum, og það er ekki
lítils virði.
Stúdentinn gengur að símaklefanum: Þetta
er kynlegt ævintýr ... .
IC a r 1 i n n : Eruð þér íþróttamaður?
Stúdentinn: Já, það var ógæfa mín . ..
K a r 1 i n n : Það skal snúast yður í hag! — Farið
nú að hringja!
Hann les í blaðinu.
Dökkklædda konan er komin út á gang-
scéttina og er að tala við Konu húsvarðar-
i n s ; K a r 1 i n n leggur við hlustir, en áhorfend-
ur heyra ekki neitt.
Stúdentinn kemur inn aftur.
K a r 1 i n n : Er nú allt klappað og klárt?
S t ú d e n t i n n : Já, ég er búinn að panta mið-
ann.
K a r 1 i n n : Sjáið þér húsið þarna?
Stúdentinn: Hvort ég hef veitt því athygli
. . . ég gekk einmitt framhjá því í gær, sólin skein
á rúðurnar, ég var að hugsa um hve fallegt og
ríkmannlegt hlyti að vera þarna inni og sagði við
félaga minn: Hugsaðu þér að maður ætti íbúð á
fjórðu hæð í þessu húsi, unga heillandi konu, tvö
lítil falleg börn og eignir sem gæfu 20 000 krónur
í vexti . .,.
K a r 1 i n n : Er það satt? Sögðuð þér þetta? Nú
birtir! Ég hef líka dólæti á þessu húsi . . .
Stúdentinn: Eruð þér fasteignasali?
K a r 1 i n n : Neh ei! En ég hef áhuga á sumum
húsum . .,.
Stúdentinn: Þekkið þér fólkið, sem býr í
þessu húsi?
K a r 1 i n n : Ætli ekki það. Maður kominn á minn
aldur þekkir alla menn, feður þeirra og forfeður,
og er skyldur þeim öllum á einhvern hátt — ég er
nýorðinn óttræður — en enginn þekkir mig, að
ráði — ég hef áhuga á mannlegum örlögum . . .
Dragtjöldin í bogasalnum eru dregin fró: O f -
u r s t i n n sést innan við gluggann í borgaraleg-
um klæðum; þegar hann er búinn að líta á hita-
mælinn, gengur hann innar eftir gólfinu og nem-
ur staðar fyrir framan marmarastyttuna.
K a r 1 i n n : Lítið þér á, þarna er ofurstinn, sem
mun sitja við hlið yðar í óperunni .. .
Stúdentinn: Er þetta — ofurstinn? Ég botna
ekkert í þessu, það er líkast ævintýri ... .
K a r 1 i n n : Allt mitt líf er sem ævintýrabók,
ungi herramaður; en þótt ævntýrin séu með ýms-
um hætti, eru þau hvert öðru tengd rauðum þræði,
34 Birtingur