Birtingur - 01.01.1961, Blaðsíða 11
eyða öllum peningunum, og svo var hann
ekki einu sinni fullur. Hann fór aftur að
finna til þorsta og langaði inn í hlýjuna
og reykjarsvæluna á knæpunni. Hann
hafði tvisvar látið í minni pokann fyrir
manni sem var tæpast fullvaxinn og
þannig eyðilagt það orð sem farið hafði
af kröftum hans. Hann var að springa
af gremju, og þegar honum datt í hug
kvenmaðurinn með stóra hattinn, þessi
sem straukst við hann og sagði P a r d o n !
ætlaði hann alveg að kafna af reiði.
Hann steig af sporvagninum í Shelbourne-
götu og lóssaði sér áfram, þungur og fyr-
irferðamikill, í skugganum af bröggunum.
Hann hafði óbeit á því að vera að fara
heim til sín. Þegar hann gekk inn bak-
dyramegin og kom inn í eldhúsið, var
það tómt og eldurinn næstum útbrunn-
inn í stónni. Hann öskraði uppá loftið:
„Ada! Ada!“
Hann átti litla, holdskarpa konu sem þúst-
aði hann, þegar hann var ódrukkinn og
liann þústaði í staðinn, þegar hann var
fullur. Þau áttu fimm börn. Lítill drengur
kom hlaupandi niður stigann.
„Ilver er þetta?“ sagði maðurinn og
hvessti augun í myrkrinu.
„Ég, pabbi“.
„Hvaða ég? Er það Charlie?“
„Nei, pabbi. Það er Tom“.
„Hvar er móðir þín?“
„Hún fór í kirkju“.
„Það var og ... Tók hún til nokkurn mat
handa mér?“
„Já, pabbi. Ég —“.
„Kveiktu ljós. Ilvað á þetta myrkur að
þýða? Eru hinir krakkarnir háttaðir?“
Maðurinn hlammaði sér niður í einn stól-
inn meðan litli drengurinn kveikti á lamp-
anum. Hann fór að herma eftir flámæli
sonar síns og tautaði eins og hálft í hvoru
við sjálfan sig: „1 kerkju, í kerkju,
í kerkjönni!“ Þegar kveikt hafði ver-
ið á lampanum, lamdi hann hnefanum í
borðið og hrópaði:
„Hvar er maturinn minn?“
„Ég er ... ætla að fara að sjóða hann,
pabbi“, sagði litli drengurinn.
Maðurinn stökk á fætur viti sínu fjær og
benti á eldinn.
„Við þennan eld! Þú lætur eldinn deyja!
Það veit guð, að ég skal kenna þér! ...“.
Hann tók skref í áttina til dyranna og
greip göngustaf sem stóð að hurðarbaki.
„Ég skal kenna þér að láta eldinn deyja!“
sagði hann og bretti upp erminni til að
eiga hægra með að hreyfa handlegginn.
Litli drengurinn æpti „ ó, p a b b i ! “ og
hljóp kjökrandi kringum borðið, en mað-
urinn elti hann og náði taki á blússunni
hans. Litli drengurinn leit skelfdum aug-
um í kringum sig, en þegar hann sá að
vonlaust var að sleppa, féll hann á kné.
„Þetta skaltu fá, þegar þú lætur eldinn
deyja næst!“ sagði maðurinn og sló hann
af alefli með stafnum. „Hafðu þetta,
hvolpurinn þinn!“
Drengurinn veinaði af sársauka, þegar
stafurinn lenti á læri hans.
Hann spennti greipar og rödd hans skalf
af ótta.
„Ó, pabbi!“ hrópaði hann. „Berðu mig
ekki, pabbi! Ég skal . . . Ég» skal biðj a
fyrir þér . . . Ég skal biðja til guðsmóður
fyrir þér, pabbi, ef þú berð mig ekki .. .
Ég skal biðja guðsmóður ...“.
Geir Kristjánsson þýddi.
Birtingur 9