Birtingur - 01.01.1961, Blaðsíða 74

Birtingur - 01.01.1961, Blaðsíða 74
„Með and-ljóðum sínum (antipoem) hefur Parra fært chílanskri ljóðlist nýtt svið: Ijóðlist sem er full af furðulegu lausa- málsorðfæri, sálfræðilega þaulhugsuðum brellum til að láta lesandann reka í roga- stans, annarlegum umvendingum á gamal- kunnum hlutum. Þetta er sprengiljóðlist, með örvæntingarfullum stjórnleysingja- svip, ljóðlist sem sprengir hauga vanans sem hafa hlaðizt upp, hinar góðviljuðu falsanir, hinn innantóma huggunarboð- skap . ..“. Á þá leið skrifar Arthur Lundkvist um þetta chílanska skáld. Flestum bókmenntaunnendum er kunnugt að í Suður-Ameríku hefur víða orðið mik- il bókmenntavakning. Bæði í ljóðlist og sagnaskáldskap. Meðal ljóðskálda álfunnar ber Neruda hæst einsog Lundkvist sagði. Margir hafa krafizt þess að hann fengi Nóbelsverðlaun. Árið sem Jimenez fékk þau sögðu ýmsir sem ekki þekktu skáld- skap hans: Hví ekki Neruda? Hvernig var hægt að ganga framhjá honum þegar skáldskapur á spönsku er verðlaunaður? Frá Jimenez segir í greininni eftir José Antonio Romero í þessu hefti. Þótt Neruda fengi ekki Nóbelsverðlaun hafa Chilverjar samt átt sitt Nóbelsskáld: Gabrielu Mistral. Fyrir tuttugu árum spáði hún fyrir Parra sem þá var 24 ára gamall að hann myndi verða frægur rit- höfundur á alþjóðavísu. Parra fæddist í Chile 1914. Hann hefur löngum starfað að því að kenna stærð- fræði og eðlisfræði jafnframt skáldskapn- um. Hann er ákaflega skemmtilegur mað- ur í viðkynningu, með sakleysissvip og heimsborgaralegu fasi hins fágaða dipló- mats (sem hann er ekki) ber hann fram hina meinlegustu fyndni; hún leikur um sögurnar sem honum er svo lagið að spinna upp þegar maður situr með hon- um í góðu tómi, er oft einskonar and- rúmsloft sem erfitt er að skilgreina, óskopnæmur áheyrandi veit stundum varla hvaðan á sig stendur veðrið: hvort það er gaman eða alvara. í síðari skáldskap sínum hefur Parra gert sér far um að grafa undan há- stemmdum undirstöðulausum tildursskáld- skap, uppblásinni rómantík. Hann vill nota mál úr daglegu tali en beita því þannig að hið gamalkunna orð veki nýtt viðhorf. And-ljóð hans leyna á sér, þau eru andóf gegn þeirri skáldlist sem Spán- verjar nefna agigantadora (tröllýkingar). Oft tekst honum að vekja sérkennilegan og lýriskan hugblæ sem er því hreinni og innilegri þegar lesandann grunar það sem skáldið stillir sig um að segja; í andófinu gegn öllu sem gæti leitt til tilfinninga- semi skírist tilfinningin. T. V. 72 Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.