Birtingur - 01.01.1961, Blaðsíða 22

Birtingur - 01.01.1961, Blaðsíða 22
Það lætur svörtu krumluna blinda sig. Svarta krumlan er verkfæri hatursins. Og hatrið reynir að stöðva þróunina og um- bæturnar með öllum ráðum. Þetta er neikvæði þáttur lífsins, hinn illi andi þess, sá, sem rífur niður. Þetta er hin svarta hönd dauðans. Því aðeins getum við sótt fram eða lyft okkur af flatneskjunni, að brautir þróun- arinnar séu auðar, eða með öðrum orðum: að engum hindrunum hafi verið komið fyrir á þeim. Sú er forsendan hið ytra. Forsendan hið innra er aftur á móti fólgin í því, að sköpunarandinn — abstraktinn — knýi manneskjurnar fram á við og upp á við eftir beinu brautunum. Vitaskuld verður hann að geta brotizt gegnum skvaldrið og náð eyrum manna. Barátta svörtu krumlunnar gegn þróuninni er fólg- in í því að þurrka út forsendurnar tvær. Til þess að slíkt megi takast, verður að fæla menn frá beinu brautunum, gera frelsið tortryggilegt í augum þeirra eins og broddborgaranna er háttur og gera menn sljóa fyrir andlegum efnum líkt og einstrengingsleg efnishyggja boðar. Af þessum sökum taka menn hverju nýju gildi fjandsamlega. Menn ráðast gegn því með spotti og afneitunum. Forsprakkar þess eru hæddir og þeir eru sagðir vera hreinustu loddarar. Menn hlæja að nýja gildinu og skopast að því á allar lundir. Slík er lífshræðslan. Hamingja lífsins er hinsvegar samtvinnuð stöðugum, nýjum sigrum hins nýja gildis. Þeir vinnast smámsaman. Nýja gildið leggur mennina að fótum sér hægt og hægt. En þegar svo er komið, að margt fólk treystist ekki lengur til að þræta fyrir tilveru þess, breytist þetta gildi, sem er svo fortakslaus nauðsyn í dag, og verður að hindrun á vegi málefna morgun dagsins. Sú viðburðarás, að nýja gildið — þessi ávöxtur frelsisins — verður að einskonar steingervingi, handbendi frelsisskerðing- arinnar, er runnin undan rifjum svörtu krumlunnar. Við getum tekið öðruvísi til orða: öil þróun þ. e. hin innri breyting og hin ytri menning er í raun og veru ekkert annað en það, að tálmanir eru færðar til sýknt og heilagt. Tálmanirnar gera frelsið að engu og hindra um leið að nýja vakningin komi fyrir augu okkar. Nýjar tálmanir hlaðast upp um leið og við ryðjum þeim gömlu úr vegi. Þannig verðum við þess áskynja, að nýja gildið er í raun og sannleika ekki merg- urinn málsins, heldur sá andi, sú hug- mynd, sem það hefur borið í sér. Eða öllu fremur þetta: Frelsið, sem ruddi vakningunni braut. Við sjáum því, að ekki ber að leita að • hinu algjöra í efnishjúpi formsins. Hann er alltaf tímanlegt fyrirbæri, afstætt hug- tak. Hann er í rauninni ekki annað en tæki til að láta boðskap vakningarinnar berast út og hljóma á meðal okkar. Hljómurinn er sál formsins. Hann verður þá fyrst að veruleika, þegar hann hefur borizt til vitundar okkar, innanfrá. Formið er skurn inntaksins“. 20 Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.