Birtingur - 01.01.1961, Blaðsíða 86
Það var orðið áliðið nóttu, ég vakti
enn og skimaði. Þá kom hún. Hún
birtist mér við götuhornið, undirförul
og þögul. Það var þá þokan.
En hún var ólík öðrum þokum. Hún
skreið með jörðinni, þykk, óhrein, Ijót.
Ég sá, að hún mjakaðist áfram eins
og ófreskja. Hún teygði fálmurnar
um alla borgina. Hvaðan kom hún? Af
sjó, af landi, af himni? Ég veit það
ekki. Úr skóginum ef til vill? Hún
þrútnaði út, þykknaði.
Ég sá hana seitla um allt, inn undir
dyr og glugga. Hún var komin inn í
húsin, í eyru, nef og munn. Varið
ykkur, góða fólk, varið ykkur. En til
hvers væri það? Deyjandi fugl, grát-
andi, fallið lauf, sofandi borg, sofandi
fólkið. Það hefur unnið til nætur-
hvíldar, og hvaða máli skiptir þokan?
Á hve löngum tíma lagði hún borgina
undir sig? Einni stundu, einu ári,
hundrað árum? Ég veit það ekki held-
ur. En borgin var horfin með öllu.
Ógæfan skall yfir. Um nóttina sá ég
marga menn falla í hið svarta vatn
garðtjarnanna.
En þegar ég talaði um þokuna daginn
eftir, hélt fólk, að ég væri sturlaður.
Og þó . . .
BERNSKUÁST
Ég var ungur að árum og illska heims-
ins hafði ekki enn náð til mín. Ég bjó
í smáþorpi í Provence. Mér fannst það
unaðslegt, angandi af ilmjurtum hins