Birtingur - 01.01.1961, Blaðsíða 35

Birtingur - 01.01.1961, Blaðsíða 35
S t ú 1 k a n skolar ausuna og gefur honum að drekka. Stúdentinn: Þakka þér fyrir! S t ú 1 k a n hreyfir sig ekki. Stúdentinn hægt: Viltu gera mér mikinn greiða? Þ ö g n . Eins og þú sérð er ég bólginn um augun, en ég hef handleikið særða og látna í nótt, og þess vegna er ekki hættulaust fyrir inig að koma við augun með berum höndum ... Viltu taka vasaklútinn minn, væta hann í hreinu vatni og þvo mér um augun? — Viltu gera það? — Viltu vera hinn miskunnsami samverji? S t ú 1 k a n hikar, en gerir eins og hann bað. Stúdentinn: Þakka þér kærlega fyrir! Hann tekur upp pyngju sína. S t ú 1 k a n bandar frá sér með hendinnL Stúdentinn: Fyrirgefðu ónærgætnina, en ég er glaðvakandi .. . K a r 1 i n n við Stúdentinn: Afsakið að ég ávarpa yður, en ég heyrði þér sögðuzt hafa verið við- staddur þegar slysið varð í gærkvöldi ... Eg er einmitt að lesa um það hérna í blaðinu .. . Stúdentinn: Er það komið í blöðin strax? K a r 1 i n n : Já, ég held nú það; og hérna er mynd af yður, en þeim þykir leitt að vita ekki hvað hinn hugrakki stúdent heitir, hvað þá meira . . . Stúdentinn lítur í blaðið: Jæja? Þetta er ég! Kvað um það? K a r 1 i n n : Við hvern voruð þér að tala áðan? Stúdentinn: Sáuð þér það ekki? Þ ö g n . Karlinn: Er of nærgöngult að biðja um — að þér segið mér heiðrað nafn yðar? Stúdentinn : Hvers vegna skyldi ég gera það? Mér leiðist ónýtt prjál — hrósi þér einn, færðu last frá öðrum — menn eru svo leiknir orðnir í listinni að niðra — auk þess kæri ég mig ekki um nein laun . ... K a r 1 i n n : Kannski ríkur? Stúdentinn: Síður en svo ... .! Ég er ein- mitt blásnauður. K a r 1 i n n : Segið mér ... . mér finnst ég hafa heyrt þessa rödd áður ... ég hef aðeins hitt einn mann annan á lífsleiðinni sem hafði sama fram- burð og þér; hann var æskuvinur minn — getur hugsazt að þér séuð skyldur Arkenholz heildsala? Stúdentinn: Hann var faðir minn. K a r 1 i n n : Undarleg eru örlögin . . . ég hef séð yður í vöggu, og þá voru miklir erfiðleikar á heimilinu . .. Stúdentinn: Já, faðir minn kvað hafa orðið g.ialdþrota um það leyti sem ég fæddist .. . K a r 1 i n n : Alveg rétt! Stúdentinn : Mætti ég máski spyrja yður að heiti? K a r 1 i n n : Ég er Hummel forstjóri .. . Stúdentinn: Eruð þér .. .? Þá man ég . . . K a r 1 i n n : Þér hafið oft heyrt mig nefndan á heimili yðar? Stúdentinn: Já! K a r 1 i n n : Og kannski með nokkrum kala? Stúdentinn þegir. Karlinn: Ojú, ég gæti trúað því! — Líklega hefur verið sagt, að ég hafi féflett föður yðar? — Þannig er með alla sem sprengja sig á vit- lausum spekúlasjónum: þeir halda að sá, sem þeim tókst ekki að pretta, hafi leikið á þá. Þ ö g n,. En sannleikurinn er sá, að faðir yðar rændi mig 17 000 krónum, sem voru aleiga mín þá. Stúdentinn: Undarlegt, hvernig hægt er að segja sömu sögu í tveimur gjörólíkum gerðum. K a r 1 i n n : Þér haldið þó ekki að ég sé að skrökva? Stúdentinn: Hverju á ég að trúa? Faðir minn fór aldrei með neina lygi. K a r 1 i n n : Það er rétt, faðir lýgur aldrei . . . en einnig ég er faðir, þar af leiðandi . . . Stúdentinn: Hvað vakir fyrir yður? Karlinn: Ég bjargaði föður yðar úr eymd og volæði, og hann launaði mér með því hyldýpis- hatri sem þakkarskuldinni fylgir . . . hann kenndi heimilisfólki sínu að hallmæla mér. Stúdentinn: Kannski hafið þér vakið van- þakklæti hans með því að eitra hjálpina óþarfri auðmýkingu. K a r 1 i n n : Öll hjálp er auðmýkjandi, ungi mað- ur. Stúdentinn: Hvers krefjizt þér af mér? K a r 1 i n n : Ég ætlast ekki til að fá peningana endurgoldna; en ef þér viljið gera mér smágreiða, er ég ánægður,. Þér sjáið að ég er krypplingur; Birtingur 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.