Birtingur - 01.01.1961, Side 35

Birtingur - 01.01.1961, Side 35
S t ú 1 k a n skolar ausuna og gefur honum að drekka. Stúdentinn: Þakka þér fyrir! S t ú 1 k a n hreyfir sig ekki. Stúdentinn hægt: Viltu gera mér mikinn greiða? Þ ö g n . Eins og þú sérð er ég bólginn um augun, en ég hef handleikið særða og látna í nótt, og þess vegna er ekki hættulaust fyrir inig að koma við augun með berum höndum ... Viltu taka vasaklútinn minn, væta hann í hreinu vatni og þvo mér um augun? — Viltu gera það? — Viltu vera hinn miskunnsami samverji? S t ú 1 k a n hikar, en gerir eins og hann bað. Stúdentinn: Þakka þér kærlega fyrir! Hann tekur upp pyngju sína. S t ú 1 k a n bandar frá sér með hendinnL Stúdentinn: Fyrirgefðu ónærgætnina, en ég er glaðvakandi .. . K a r 1 i n n við Stúdentinn: Afsakið að ég ávarpa yður, en ég heyrði þér sögðuzt hafa verið við- staddur þegar slysið varð í gærkvöldi ... Eg er einmitt að lesa um það hérna í blaðinu .. . Stúdentinn: Er það komið í blöðin strax? K a r 1 i n n : Já, ég held nú það; og hérna er mynd af yður, en þeim þykir leitt að vita ekki hvað hinn hugrakki stúdent heitir, hvað þá meira . . . Stúdentinn lítur í blaðið: Jæja? Þetta er ég! Kvað um það? K a r 1 i n n : Við hvern voruð þér að tala áðan? Stúdentinn: Sáuð þér það ekki? Þ ö g n . Karlinn: Er of nærgöngult að biðja um — að þér segið mér heiðrað nafn yðar? Stúdentinn : Hvers vegna skyldi ég gera það? Mér leiðist ónýtt prjál — hrósi þér einn, færðu last frá öðrum — menn eru svo leiknir orðnir í listinni að niðra — auk þess kæri ég mig ekki um nein laun . ... K a r 1 i n n : Kannski ríkur? Stúdentinn: Síður en svo ... .! Ég er ein- mitt blásnauður. K a r 1 i n n : Segið mér ... . mér finnst ég hafa heyrt þessa rödd áður ... ég hef aðeins hitt einn mann annan á lífsleiðinni sem hafði sama fram- burð og þér; hann var æskuvinur minn — getur hugsazt að þér séuð skyldur Arkenholz heildsala? Stúdentinn: Hann var faðir minn. K a r 1 i n n : Undarleg eru örlögin . . . ég hef séð yður í vöggu, og þá voru miklir erfiðleikar á heimilinu . .. Stúdentinn: Já, faðir minn kvað hafa orðið g.ialdþrota um það leyti sem ég fæddist .. . K a r 1 i n n : Alveg rétt! Stúdentinn : Mætti ég máski spyrja yður að heiti? K a r 1 i n n : Ég er Hummel forstjóri .. . Stúdentinn: Eruð þér .. .? Þá man ég . . . K a r 1 i n n : Þér hafið oft heyrt mig nefndan á heimili yðar? Stúdentinn: Já! K a r 1 i n n : Og kannski með nokkrum kala? Stúdentinn þegir. Karlinn: Ojú, ég gæti trúað því! — Líklega hefur verið sagt, að ég hafi féflett föður yðar? — Þannig er með alla sem sprengja sig á vit- lausum spekúlasjónum: þeir halda að sá, sem þeim tókst ekki að pretta, hafi leikið á þá. Þ ö g n,. En sannleikurinn er sá, að faðir yðar rændi mig 17 000 krónum, sem voru aleiga mín þá. Stúdentinn: Undarlegt, hvernig hægt er að segja sömu sögu í tveimur gjörólíkum gerðum. K a r 1 i n n : Þér haldið þó ekki að ég sé að skrökva? Stúdentinn: Hverju á ég að trúa? Faðir minn fór aldrei með neina lygi. K a r 1 i n n : Það er rétt, faðir lýgur aldrei . . . en einnig ég er faðir, þar af leiðandi . . . Stúdentinn: Hvað vakir fyrir yður? Karlinn: Ég bjargaði föður yðar úr eymd og volæði, og hann launaði mér með því hyldýpis- hatri sem þakkarskuldinni fylgir . . . hann kenndi heimilisfólki sínu að hallmæla mér. Stúdentinn: Kannski hafið þér vakið van- þakklæti hans með því að eitra hjálpina óþarfri auðmýkingu. K a r 1 i n n : Öll hjálp er auðmýkjandi, ungi mað- ur. Stúdentinn: Hvers krefjizt þér af mér? K a r 1 i n n : Ég ætlast ekki til að fá peningana endurgoldna; en ef þér viljið gera mér smágreiða, er ég ánægður,. Þér sjáið að ég er krypplingur; Birtingur 33

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.