Birtingur - 01.01.1961, Page 13

Birtingur - 01.01.1961, Page 13
Hjörleifur Sigurðsson f bókinni sem fyrst vakti athygli mína á tilveru Wassilys Kandinskys, var það skýrt og skilmerkilega tekið fram, að hann væri forsprakki nýrrar stefnu í myndlistum, er vildi fyrir hvern mun sniðganga áhrif náttúrunnar á listaverkið. Þarna var ennfremur látið að því liggja, að Kandinsky og hans nótar máluðu eftir heimagerðum formúlum. Persónuleg kynni af verkum málarans staðfestu á engan hátt þessi ummæli. Og ef ég á að leggjast svo lágt að vitna til þeirra frekar, geri ég það til að segja, að þau eru algjör andstæða sannleikans eins og hann kom mér fyrir sjónir á Kandinskysýningunni í París veturinn 1949 og kemur raunar enn í hvert skipti, sem ég stend andspænis mynd eftir þennan frumherja abstrakt- listarinnar. Ég var kannski ekki undir það búinn dagana í Drouin-galleríinu að skilja dýpri merkingu listaverkanna. Og sízt vildi ég draga fjöður yfir það, að margt var þarna undarlegt í augum reynslulítils manns. En málverkin snurtu strengi í brjósti mér á sömu sekúndunni og ég leit þau og það er nægileg ástæða til að vísa á bug staðhæfingunum um tilgerð og kulda. En það var ekki ætlunin að segja frá áhrifum Kandinskys á höfund þessarar greinar. Ég hafði einkum í huga að drepa á ævi málarans, ræða um myndir hans og gildi þeirra fyrir líf framtíðarinnar. Um allt þetta fáum við töluvert að vita í æviágripi, sem Nína kona hans ritaði en einnig og ekki síður í ritgerðum og bók- um hans sjálfs. Nokkrir listfræðingar, starfsbræður Kandinskys og vinir hans, hafa líka skrifað greinar, sem akkur er í. Um Wassily Kandinsky Birtingur 11

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.