Birtingur - 01.01.1961, Side 52

Birtingur - 01.01.1961, Side 52
U n g f r ú i n hefur hnigið niður dauðvona, hring- ir, B e n g t kemur inn. Ungfrúin: Komdu með skerminn! Fljótt — ég er að deyja! B e n g t kemur að vörmu spori með skerminn, dregur hann sundur fyrir framan ungfrúna. Stúdentinn: Lausnarinn kemur! Komdu sæll, bleiki og mildi riddari! — Sof þú, fagra vansæla vera, sem þjáist að ósekju — sofðu draumlaust, og þegar þú vaknar . . . fagni þér sól sem brennir ekki, heimili þar sem ekki sést ryk, frændur sem eru óþjakaðir af smán, óflekk- aður kærleikur . . . Vitri miskunnsami Búdda, er situr hér og bíður þess að sjá himin vaxa upp úr jörðunni, gef þú oss styrk í þraut, hreinan vilja, að vonin þurfi ekki að verða sér til smánar! Það syngur í strengjum hörpunnar; herbergið fvllist hvítu ljósi. Sól ég sá, svo þótti mér sem ég sæi göfgan guð; sinna verka nýtur seggja hver, sæll er sá sem gott gerir. Reiðiverk þau þú unnið hefur bæt þú ei illu yfir; grættan gæla skaltu með góðum hlutum; það kveða sálu sama. Enginn óttast nema illt gjöri, gott er vammalausum vera. Kvein heyrist á bak við skerminn. Veslings litla barn — barn þessa heims villu, scktar, þjáninga og dauða; heims hverfulleika, mistaka og kvala! Himnafaðirinn verði sál þinni náðugur ... Herbergið hverfur; fyrir miðju sviði stígur Toten-Insel eftir Boecklin fram; lágt sef- andi sorgarlag heyrist utan úr eyjunni. Einar Bragi Sigurðsson íslenzkaði

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.