Birtingur - 01.01.1961, Side 8

Birtingur - 01.01.1961, Side 8
sig og alla aðra. Hr. Alleyne mundi ekki sjá hann í friði nokkra stund; líf hans yrði hreint helvíti. Nú hafði hann farið laglega að ráði sínu. Gat hann ekki haldið sér saman? En það hafði aldrei farið vel á með þeim, honum og hr. Alleyne, ekki síðan hr. Alleyne heyrði hann vera að skemmta Higgins og ungfrú Parker með því að herma eftir honum norður-írsku mállýzkuna; þannig hafði það byrjað. Það hefði kannski verið reynandi að fá lánað hjá Iiiggins, en Higgins átti aldrei pen- inga. Maður sem þurfti að halda uppi tveim stofnunum, auðvitað gat hann ekk- ert ... Vörpulegur skrokkur hans brann af löng- un eftir notalegheitum kránna. Það var farið að slá að honum í þokunni og honum datt í hug, hvort hann gæti slegið Pat í sjoppunni hjá O’Neill. Hann gat ekki slegið hann um meira en tíkall — og einn tíkall var gagnslaus. Samt varð hann ein- hversstaðar að ná í peninga: hann hafði látið sinn síðasta eyri fyrir ölið, og bráð- um var allsstaðar orðið of seint að ná í peninga. Allt í einu, meðan hann fitlaði við úrfestina sína, datt honum í hug veð- lánabúðin hans Terry Kelly í Fleetstræti. Það var lausnin! Hvers vegna datt honum ekki hún í hug fyrr? Hann gekk hratt eftir þröngri Templc Bar götunni og tautaði fyrir munni sér, að þeir mættu allir fara til fjandans, hann skyldi eiga gott kvöld. Búðarlokan hjá Terry Kelly sagði Fimmtíukall ! en vörubjóðurinn vildi fá sextíu; á endan- um varð bókað samkomulag um sextíu. Hann gekk kátur út úr búðinni og raðaði skildingunum í sívalning milli þumalfing- urs og hinna fingranna. í Westmoreland- stræti var þröng á gangstéttunum af ung- um mönnum og konum sem voru að koma úr vinnu, og tötralegir strákar hlupu um og kölluðu upp nöfnin á kvöldblöðunum. Maðurinn tróðst gegnum mannþröngina, horfði á lífið í kringum sig stoltur og ánægður og starði valdsmannlega á skrif- stofustúlkurnar. Hringingar og skrölt í sporvögnum glumdi í eyrum hans, og hann var farinn að finna ilminn af léttum púnsgufunum í nösunum. Þarna sem hann gekk, fór hann í huganum yfir þau orð sem hann ætlaði að nota, þegar hann færi að segja strákunum frá því sem komið hafði fyrir: „Þá leit ég bara á hann —- rólega, skiljið þið, og leit á hana. Svo leit ég á hann aftur — var ekkert að flýta mér, skiljið þið. „Ég held ekki, að það sé sanngjarnt að ætlast til að ég svari þessari spurn- ingu“, sagði ég“. Nefstóri Flynn sat í sínu gamla horni hjá Davy Byrne, og þegar hann heyrði sög- una, bauð hann Farrington upp á einn ein- faldan og sagði að þetta væri með því sniðugasta sem hann hefði heyrt. Farring- ton bauð sjúss í staðinn. Eftir litla stund bættust þeir O’Halloran og Paddy Leonard í hópinn, og þá var sagan sögð aftur, svo þeir fengju að heyra hana. O’Halloran gaf heilan umgang og lét þá heyra, hvernig hann hafði stungið upp í skrif- stofustjórann, þegar hann var hjá Callan í Fownes-stræti; en þar sem þetta svar hans var í stíl við það sem óprúttnir smalar láta út úr sér í hirðingjaljóðum. varð hann að viðurkenna, að það væri ekV jafn gáfulegt og svar Farringtons. Og þá ð Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.