Húsfreyjan - 01.07.1961, Side 15

Húsfreyjan - 01.07.1961, Side 15
og skorti að ásælast þann reit, sem Israel hefur að miklu leyti grætt úr sviðinni eyðimörk. Kvöldið áður en frú Meir fór frá ís- landi, fékk hún mér spjald, er á stóð: Kveðjur til íslenzkra kvenna, og undir nafn hennar, skráð latnesku og hebresku letri. inga, sem heimsótt hafa Ráðstjórnarríkin, hve margar konur sæjust þar vinna erfið- isvinnu, en ekki virðast þeir hafa hugleitt það afhroð, sem þjóðin galt á styrjaldar- árunum, er f jöldi æskumanna féll. Er hætt við, að endurreisn atvinnulífsins hefði gengið treglega, ef konurnar hefðu ekki lagt hönd að hverju verki. Nú hafa verið tL- \ -3- n jl Frú Furtseva lýsti því oftar en einu sinni yfir meðan hún dvaldi hérlendis, að Ráðstjórnarríkin vildu sýna Islandi alla vinsemd í samskiptum, hvort heldur þau væru viðskiptalegs eða menningarlegs eðlis. Hins vegar dró hún heldur enga dul á það að gefnu tilefni á blaðamannafundi, að ef svo færi, að ógnir styrjaldar milli heimsvelda skyllu yfir mannkynið og Is- land yrði í þeim átökum stökkpallur til árása á Ráðstjórnarríkin, þá yrði þessu landi ekki sendar mildari kveðjur en bein- um árásaraðilum. Hún kvaðst telja það einn stærsta sig- ur þess þjóðskipulags, er menn byggju við í Ráðstjórnarríkjunum, að þar hefði verið komið á fullkomnu jafnrétti karla og kvenna og taldi að konur þar myndu fyrir engan hlut vilja afsala sér þeirri aðstöðu. Þarlendis stunda fleiri konur en karlar læknis- og kennslustörf og ekki hafa kon- ur reynzt þar eftirbátar karla við vísinda- störf. Það hefur hneykslað suma íslend- sett þar lög, er banna konum námastörf og sum fleiri hættuleg erfiðisverk. Af þeim tveimur konum, sem hér hefur verið rætt um, ættum við að sannfærast um það, að tímabært sé að varpa fyrir borð þeirri minnimáttarkennd, sem marg- ar konur ala enn með sér. Þar sem konur beita orku sinni og draga ekki af sér, þá hefjast þær í æðstu stöður þjóðfélagsins, en það þýðir hvorki hér né annarsstaðar að bíða þess, að einhver annar aðili rétti þeim á gulldiski áhrif og völd. Þessar tvær heimsóknir eiga að verða okkur öllum hvatning til þess að sinna almennt meira félagsmálum en við höfum gert og láta ekkert svið þjóðfélagsins vera okkur óvið- komandi. Við eigum að stuðla að mennt- un stúlkna og hlúa að þeim, sem af al- vöru vilja vinna þjóð sinni gagn. Þá ætti ekki að þurfa að bíða áratugi eftir því að konur nái áhrifum á Alþingi eða skipi ráðherrasess á Islandi. Sigríður Thorlacius. Húsfreyjan 15

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.