Húsfreyjan - 01.07.1961, Side 16

Húsfreyjan - 01.07.1961, Side 16
Gyimmfíu Nú hefi ég siglt og svamlað í samfleytt fimmtíu ár á mannlífsins meginhafi og marað stundum í kafi eða flogið sem fullþroska már. Fyrir þeim fimmtíu árum, sem framan eru sögð, lagði ég fyrst út í lífið með ljóshærða bjarta vífið, og lífsbrautin þar með lögð. Við áttum ei öndvegissúlur, sem út skyldi steypa í sjá. þó fórum við landa að leita og létum það þannig heita, að nausti þær myndu ná. Svo náði okkar nökkvi landi, og nokkra höfðum við bið, þar sem úthafsins bratta bára brotnar um þúsundir ára og kafnar þar klungrin við. Öldurnar utan af hafi báru áður á herðum sér landnemans lukkustoðir, sem löngum með slitnar voðir leituðu landseturs hér. Og enn ber þó aldan að landi alls konar rekald og mor, sém flýtur af fjarlægum ströndum og festist á íslenzkum söndum vetur, sumar og vor. Ég velti og velti frá sænum viðnum af ókunnri strönd. Hvort eitthvað af viðnum var okkar tré sem átti að prýða landnemans vé, sást hvorki á kanti né rönd. ára sigfing Það er óráðin gáta sem enginn fær leyst, hvað átti að tegla úr þeim við. En aldrei hann komst í öndvegi það, sem átti að prýða okkar landnámsstað. Við fengum þar ekki frið. Nú hefi ég siglt og svamlað í samfleytt fimmtíu ár. Hér skal ei sögð sú saga og sizt ég í hendur mig naga, þótt fellt hafi tregatár. Þó standa ég ætti við stýrið, ég stóð ekki einn á vakt, því konan, sem kaus ég forðum og kann ei þakka með orðum, hefir allt sitt til lífs míns lagt. Nú höfum við hleypt undan veðri í hlé var nökkvanum lagt, en aðeins við eina festi og óttast að þá og þá bresti, en aleinn ég er nú á vakt. Og ef að ég lifi svo lengi, að líftaugin slitni sem band og holskeflan hrífi þá fleyið, sem hefir í varinu legið, og flytji á fjarlægt land. Ég vil vaka svo lengi hún lifir, sem lífið allt helgaði mér. En þegar hún lifir ei lengur, þá lífs míns brestur strengur. Ég einn þá á eftir fer. Beigaldi. 16 Húsfreyjan

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.