Húsfreyjan - 01.07.1961, Síða 30

Húsfreyjan - 01.07.1961, Síða 30
Margrét Jóhannesdóttir: Meðferð ungbarna 3. þáttur Hollasta, fyrirhafnarminnsta og ódýr- asta fæða fyrir ungbarnið er brjóstamjólk- in. Hún er mátulega heit, auðmelt, laus við sýkla og óhreinindi, og inniheldur öll nauðsynleg næringarefni fyrir barnið — að minnsta kosti fyrstu fjóra mánuðina, nema hvað barnið þarf að fá lýsi frá hálfs mánaðar aldrinum. Auk þess hefur brjóstamjóljk mótefni gegn vissum sjúk- dómum. En móðirin þarf að lifa heilsusamlegu lífi meðan hún hefur barn á brjósti. Hún þarf að neyta hollrar fæðu og helzt að taka inn matskeið af þorskalýsi daglega, forðast óþægilegar geðshræringar, og hafa eins mikinn svefn og hvíld og hún getur án þess að vanrækja skyldustörfin. Auk þess þarf hún að hafa góða gát á, að allt sé í lagi með brjóstin, láta sér til dæmis ekki verða kalt, en að öðru leyti fræðast um meðferð þeirra hjá sinni ljósmóður, eða þar sem hún elur barnið. Barnið heimtar oftast mat sinn á 3ja til fjögurra klukkustunda fresti — eða frá 5—7 máltíðir á sólarhring eftir aldri — nema á nóttunni, þá líða oft 6 og 8 klukku- stundir milli mála, og er það vel. Venjulega er aðeins annað brjóstið gef- ið í einu. Sé móðirin lausmjólka er bezt fyrir hana að liggja útaf, og sjá um að barnið drekki ekki of ört og gleypi sem minnst loft, því það orsakar verki. Ekki ætti barnið undir þessum kringumstæð- um að sjúga lengur en 20 mínútur í einu. Ef konan er fastmjólka, er bezt fyrir hana að sitja sem þægilegast í góðum stól með barn sitt í fanginu, og hafa skemil undir fótum. Barnið er í þessu tilfelli heldur lengur að sjúga, en hvorki er gott fyrir móður eða barn að máltíðin taki lengri tíma en um það bil hálfa klukku- stund. Alltaf þarf að láta barnið ropa eftir að það hefur drukkið, og ef til vill einnig í miðri máltíð. Móðirin þarf að sjá svo um, að hún geti haft frið á meðan hún gef- ur barninu, og hún þarf helzt að vera ánægð og í góðu skapi, eins og er líka eðli- legast að hún sé undir þessum kringum- stæðum. Oft minnkar mjólkin á vissum tímabil- um, t. d. fyrst eftir að móðirin fer að sinna heimilisstörfum aftur, einnig 6 til 7 vik- um eftir fæðinguna og loks enn eftir að hún hefur haft barnið á brjósti í þrjá mán- uði. í öllum þessum tilfellum ætti konan ekki að gefast upp, heldur að leggja barn- ið oftar á brjóst en venjulega, eða láta það sjúga úr báðum i sama skifti. Oftast eykst mjólkin þá aftur og verður nægileg að nokkrum dögum liðnum. Við það, að barn- ið sýgur, örfast mjólkurkirtlarnir til starf- semi. Heimboð í bandaríska sendiráðið í lok Kvenfélagasambandsþingsins bauð frú Ann Penfield, kona bandaríska sendiherrans á ísiandi, öllum þeim fulltrúum til kaffidrykkju, sem ekki voru við annað bundnar. Rösklega þrjá- tíu konur þekktust boðið og áttu ánægjulega stund á heimili hinnar gestrisnu sendiherrafrú- ar, sem með aðstoð dóttur sinnar, tengdamóður og eiginkvenna sendiráðsstarfsmanna, veitti gest- unum hinn bezta beina. Frú Anna Bjarnadóttir í Reykholti þakkaði móttökurnar fyrir hönd gest- anna með hlýlegu og virðulegu ávarpi. Frú Penfield hefur beðið Húsfreyjuna fyrir þakk- ir til gestanna fyrir fagran blómvönd, sem þær sendu henni, og fyrir heimsóknina, sem hún seg- ir hafa veitt sér kærkomið tækifæri til að kynn- ast íslenzkum konum. 30 II ú s I r e y j u n

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.