Húsfreyjan - 01.04.1962, Page 23

Húsfreyjan - 01.04.1962, Page 23
varlega saman við hvíturnar. Hellt í vel- smurt, eldfast mót. Mótið á að vera með beinum hliðum. Fyllið mótið aðeins að að % hluta. Bakað við 175 gr. í 30—40 mínútur. Borðað strax. 1. Fiskbakstur: Bætið 2 dl af soðnum eða hráum fiski í uppskriftina. Saxið fiskinn smátt, einnig lítinn lauk. — Nokkrir dropar af Worchestershire- sósu bæta bragðið. 2. Spínaíbakstur: Bætið 2 dl af söxuðu nýju eða hraðfrystu spínati í uppskrift- ina, einnig litlum, smátt skornum lauk, 14 tsk. salt og 14 tsk. muskat. 3. Ostbakstur: Bætið 250 g af rifnum, bragðsterkum osti og 14 tsk. papriku í uppskriftina. Setjið pottinn yfir væg- an hita og hrærið í, þar til osturinn er bráðnaður. 4. Kjötbakstur: Bætið 2 dl af söxuðum kjötafgöngum. 200 g af smátt brytj- aðri skinku, dálitlu þurru sinnepi og saxaðri steinselju í uppskriftina. 5. Ost-fiskbakstur: Bætiö 250 g af söx- uðum, soðnum fiski, 1 msk. af rifn- um lauk, 2 msk. af rifnum, bragð- sterkum osti, og salti, pipar og sinn- epi eftir bragði í uppskriftina. Sett strax inn í 175° ofn Notið mót með beinum brúnum. — Smurt vel. Sé ætlunin að útbúa eftirrétt, er saltinu sleppt úr uppskriftinni, en í stað þess komi 2 msk. af sykri. 1. Aprikósubakstur: Bætið 1 bolla af nið- urskornum, útbleyttum aprikósum (eða úr dós), i uppskriftina. 2. Sítrónubakstur: Bætið 3 msk. af press- uðum sítrónusafa og rifinn börk af 1 sítrónu í uppskriftina. Ef til vill má einnig auka sykurmagnið dálítið. 3. Appelsínubakstur: Bætið safanum og rifna berkinum af 1 appelsinu i upp- skriftina. Berið þessa ábætisrétti fram með þeytt- um rjóma. Sveppabakstur 2 msk. smjör 2 msk. hveiti 2Vz dl heit mjólk 2 msk. rifinn ostur salt, pipar Muskat eftir bragði 1 lítill, saxaður lauk ur 200 g sveppir 2 msk. smjör 4 eggjarauður 5 eggjahvítur Smjörið brætt í potti. Hveitinu hrært saman við, látið brúnast dálítið. Mjólk- inni bætt út í, soðið, hrært stöðugt í á meðan, þar til sósan er orðin þykk og Uús f r ey j an 23

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.