Húsfreyjan - 01.04.1964, Síða 13

Húsfreyjan - 01.04.1964, Síða 13
Verið er að undirbúa ferðina á þing Húsmæðrasambands Norðurlanda, sem haldið verður í Bodö í Norður-Noregi í lok júnímánaðar. Munu um 25—30 konur taka þátt í þeirri för og eru þær fulltrúar félaga og héraðssambanda víðs vegar af landinu. Vegna þessa þings, sem aðeins er haldið f jórða hvert ár, var ákveðið að formannafundur K.í. yrði að þessu sinni haldinn dagana 31. ágúst og 1. sept. í haust. Er það gert til þess, að hægt sé að taka þar upp þau málefni sem rædd verða á þingi Húsmæðra- sambandi Norðurlands og eru þess eðlis að ástæða þykir að þau séu tekin til athugunar og umræðu hjá kvenfé- lögunum. Orlofsnefndir eru nú að hefja starf sitt og undirbúa hvíldarvikur fyrir hús- mæður um land allt. Orlof húsmæðra er eitt af þeim vinsælu málum, sem K.I. hefir haft á stefnuskrá sinni, en fyrir ötula framgöngu milliþinganefnd- ar K.I. og okkar ágætu Alþingiskonu frú lögfr. Auðar Auðuns voru samþykkt lög frá Alþingi um orlof húsmæðra árið 1960. Samkvæmt þeim lögum ber héraðs- samböndum að kjósa orlofsnefndir, hverju á sínu svæði, en þeim orlofs- nefndum aftur að snúa sér beint til félagsmálaráðuneytisins um allar upp- lýsingar og fyrirgreiðslu, þar sem mál- ið er ekki lengur í höndum Kvenfélaga- sambands Islands, heldur ráðuneytis eins og önnur landslög. Um leið og ég þakka góðan og gjaf- mildan vetur óska ég öllum félags- deildum heilla og hamingju í þeirra margvíslegu störfum. LEIÐRÉTTING Allmeinleg prentvilla slœddist inn í greinina „Á hœttustund“ í síðasta tölublaði „Húsfreyjunnar“. Þetta er í fremra dálki á 4. bls., 14. línu að neðan. Rétt er máls- greinin á þessa leið: Ljósin dúu, útvarpið þagnaði o. s. frv. Nokkrar fleiri prentvillur munu vera hrvði í þessari grein og ef til vill víðar, en liggja þá svo í augum uppi, að góðfúsir lesarar rnunu afsaka. HÉSFREYJAN vill vekja atliygli kaupenda á því, að verð árgangsins þetta ár er 60 krónur. Einnig skal á það bent, aðgjalddagi er 1. júlí. HÚSPREYJAN 11

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.