Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 197

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 197
Ritdómar 195 Þá verður þess ekki mjög vart að tekin hafi verið orð úr ýmsum handbókum og kennslubókum sem þýddar hafa verið og skrifaðar á íslensku á síðari árum. Stuttu áður en gengið var frá Tölvuorðasafninu komu út á íslensku a. m. k. þrjú rit sem hlotið hafa mikla útbreiðslu; Bókin um MS-DOS eftir Jörgen Pind, Tölvuorð og ann- ar fróðleikur um tölvur eftir Kristján Ingvarsson, og WordPerfect handbók. í öllum þessum ritum er að finna talsvert af íslenskum orðum sem ekki hafa ratað inn í Tölvuorðasafnið. Auðvitað er sumt af því svo sérhæft að það á ekki erindi þangað, annað kann að þykja óæskilegt eða óheppilegt af öðrum orsökum; en verst er að fá litlar upplýsingar um hvaða orðum hefur beinlínis verið hafnað í Tölvuorðasafni (og þá af hverju) og hver hafa ekki komist þangað inn af öðrum ástæðum. En það vantar ekki bara orð í safnið; sumum er þar líka ofaukið að mínu mati. Mér sýnist t. d. að oft hafi verið lagt óþarfa kapp á að finna sérstakar þýðingar á sem flestum enskum orðum, jafnvel þótt þau orð hafi nákvæmlega sömu merkingu og önnur ensk orð sem líka eru þýdd. Þannig er t. d. að finna hlið við hlið orðin diskja og disklingur. Það síðarnefnda er skýrt ‘lítill seguldiskur í hlífðarumslagi’ (á ensku ‘diskette’), en frá því fyrra er vísað á samheitið sveigur diskur, sem er ‘sveigjanlegur seguldiskur í hlífðarhylki’ (á ensku ‘flexible disk, floppy disk’). í langflestum tilvik- um eru ensku orðin notuð um sömu fyrirbærin, og virðist ofrausn að þýða hvort- tveggja sérstaklega á íslensku. A.m.k. hefði verið eðlilegt að vfsafrá orðunumsveig- ur diskur og diskja á orðið disklingur, sem er talsvert útbreiddara. Einnig er að finna sem uppflettiorð orðið smádiskur (á ensku ‘minifloppy’) sem skýrt er ‘sveigur diskur, venjulega 5 'A þumlungar í þvermál’; óskiljanlegt er hvers vegna þar er ekki vt'sað á disklingur. Reyndar finnst mér vanta sárlega einhvers konar millivísanakerfi f bókina. Vissu- lega er oft vísað á samheiti; en ekki nærri alltaf þar sem ástæða væri til. Þannig kemur t. d. hvergi fram að orðin harðdiskur, fastadiskur og Winchester-diskur (sem ég skil reyndar ekki hvers vegna er uppflettiorð í aðalhluta bókarinnar) eru notuð til skiptis um sama fyrirbærið. Enn eitt dæmi má taka af orðunum delete og erase. Það fyrrnefnda er þýtt sem ‘eyða’, og skýrt: ‘fjarlægja gögn, t. d. með því að má þau út eða skrifa ofan í þau’. Erase er aftur þýtt sem ‘þurrka út’, og bætt við: ‘fjarlægja gögn af gagnamiðli. Gögn eru venjulega þurrkuð út með því að skrifa ofan í þau’ (hér er skrifa ofan íekki ská- letrað, sem hefði þó verið eðlilegt, þar sem það er uppflettiorð). Það er erfitt að sjá mikinn mun á þessu; a. m. k. hefði verið eðlilegt að hafa þarna einhverja millivísun. Aftur á móti kemur líka fyrir að sama orðið sé notað í tveimur mismunandi merk- mgum, sem er óheppilegt; leppur kemur t. d. bæði fyrir í merkingunni ‘parameter’, °g einnig í samsetningunni lepphnappur í merkingunni ‘dummy key’. Eitt af því sem mér finnst gagnrýnisvert við Tölvuorðasafn er hvernig það seilist út fyrir verksvið sitt. Þar eru tekin með ýmis atriði sem varða skrift, vélritun og prentun, en koma tölvum í sjálfu sér ekki við, s. s. leturgerð, punktur, em ogsíseró. Sjá einnig (af handahófi) orðskipting, bókstafur, atriðaskrá, fjarljósritun, fjarriti, fisja, neðanmálsgreiiv, og svo mætti talsvert lengi telja. Reyndar hefur slík söfnunarárátta tíðkast mjög í íslenskum sérfræðiorðasöfnum; það er eins og höfundar slíkra rita geti ekki stillt sig um að taka með þau orð sem þeir rekast á í ritum á sínu sviði, enda þótt þau komi sviðinu ekkert sérstaklega við. En
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.