Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Síða 197
Ritdómar
195
Þá verður þess ekki mjög vart að tekin hafi verið orð úr ýmsum handbókum og
kennslubókum sem þýddar hafa verið og skrifaðar á íslensku á síðari árum. Stuttu
áður en gengið var frá Tölvuorðasafninu komu út á íslensku a. m. k. þrjú rit sem
hlotið hafa mikla útbreiðslu; Bókin um MS-DOS eftir Jörgen Pind, Tölvuorð og ann-
ar fróðleikur um tölvur eftir Kristján Ingvarsson, og WordPerfect handbók. í öllum
þessum ritum er að finna talsvert af íslenskum orðum sem ekki hafa ratað inn í
Tölvuorðasafnið. Auðvitað er sumt af því svo sérhæft að það á ekki erindi þangað,
annað kann að þykja óæskilegt eða óheppilegt af öðrum orsökum; en verst er að fá
litlar upplýsingar um hvaða orðum hefur beinlínis verið hafnað í Tölvuorðasafni (og
þá af hverju) og hver hafa ekki komist þangað inn af öðrum ástæðum.
En það vantar ekki bara orð í safnið; sumum er þar líka ofaukið að mínu mati.
Mér sýnist t. d. að oft hafi verið lagt óþarfa kapp á að finna sérstakar þýðingar á sem
flestum enskum orðum, jafnvel þótt þau orð hafi nákvæmlega sömu merkingu og
önnur ensk orð sem líka eru þýdd. Þannig er t. d. að finna hlið við hlið orðin diskja
og disklingur. Það síðarnefnda er skýrt ‘lítill seguldiskur í hlífðarumslagi’ (á ensku
‘diskette’), en frá því fyrra er vísað á samheitið sveigur diskur, sem er ‘sveigjanlegur
seguldiskur í hlífðarhylki’ (á ensku ‘flexible disk, floppy disk’). í langflestum tilvik-
um eru ensku orðin notuð um sömu fyrirbærin, og virðist ofrausn að þýða hvort-
tveggja sérstaklega á íslensku. A.m.k. hefði verið eðlilegt að vfsafrá orðunumsveig-
ur diskur og diskja á orðið disklingur, sem er talsvert útbreiddara. Einnig er að finna
sem uppflettiorð orðið smádiskur (á ensku ‘minifloppy’) sem skýrt er ‘sveigur diskur,
venjulega 5 'A þumlungar í þvermál’; óskiljanlegt er hvers vegna þar er ekki vt'sað á
disklingur.
Reyndar finnst mér vanta sárlega einhvers konar millivísanakerfi f bókina. Vissu-
lega er oft vísað á samheiti; en ekki nærri alltaf þar sem ástæða væri til. Þannig kemur
t. d. hvergi fram að orðin harðdiskur, fastadiskur og Winchester-diskur (sem ég skil
reyndar ekki hvers vegna er uppflettiorð í aðalhluta bókarinnar) eru notuð til skiptis
um sama fyrirbærið.
Enn eitt dæmi má taka af orðunum delete og erase. Það fyrrnefnda er þýtt sem
‘eyða’, og skýrt: ‘fjarlægja gögn, t. d. með því að má þau út eða skrifa ofan í þau’.
Erase er aftur þýtt sem ‘þurrka út’, og bætt við: ‘fjarlægja gögn af gagnamiðli. Gögn
eru venjulega þurrkuð út með því að skrifa ofan í þau’ (hér er skrifa ofan íekki ská-
letrað, sem hefði þó verið eðlilegt, þar sem það er uppflettiorð). Það er erfitt að sjá
mikinn mun á þessu; a. m. k. hefði verið eðlilegt að hafa þarna einhverja millivísun.
Aftur á móti kemur líka fyrir að sama orðið sé notað í tveimur mismunandi merk-
mgum, sem er óheppilegt; leppur kemur t. d. bæði fyrir í merkingunni ‘parameter’,
°g einnig í samsetningunni lepphnappur í merkingunni ‘dummy key’.
Eitt af því sem mér finnst gagnrýnisvert við Tölvuorðasafn er hvernig það seilist út
fyrir verksvið sitt. Þar eru tekin með ýmis atriði sem varða skrift, vélritun og
prentun, en koma tölvum í sjálfu sér ekki við, s. s. leturgerð, punktur, em ogsíseró.
Sjá einnig (af handahófi) orðskipting, bókstafur, atriðaskrá, fjarljósritun, fjarriti,
fisja, neðanmálsgreiiv, og svo mætti talsvert lengi telja.
Reyndar hefur slík söfnunarárátta tíðkast mjög í íslenskum sérfræðiorðasöfnum;
það er eins og höfundar slíkra rita geti ekki stillt sig um að taka með þau orð sem þeir
rekast á í ritum á sínu sviði, enda þótt þau komi sviðinu ekkert sérstaklega við. En