Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Side 199
Ritdómar
197
Hvort þau eru svo merkt með spurningarmerki og vísað til annarra sem talin eru
heppilegri skiptir ekki meginmáli; aðalatriðið er að sé þeim sleppt ber málvöndunar-
hugsunarháttur skynsemina ofurliði að mínu mati, og gagnsemi bókarinnar rýrnar
stórlega. Hins vegar er skylt að taka fram að ég fann ekki mörg dæmi um að slangur
sem ég nota eða þekki vantaði algerlega í bókina þótt hugtakið væri með; það var þar
oftast, en vísað á önnur orð sem heppilegri þóttu.
í mörgum tilvikum er þetta auðvitað spurning um smekk; ég kann t. d. miklu bet-
ur við orðið lykill en hnappur. Ein ástæðan fyrir því er sú að orðið hnappur er
óheppilegra sem seinni hluti samsettra orða; óraddað n fer ekki miög vel inni í miðju
orði, þótt óvíða verði það verra en á eftir aðblæstri, eins og í lepphnappur. Einnig er
ég vanur að nota blokk en ekki bálk, o.s.frv.; en skylt er að geta þess að bæði blokk
og lykill eru uppflettiorð, hvorugt merkt sem óæskilegt.
Ef einhver orð sem falla sæmilega að íslensku málkerfi eru orðin föst í sessi tel ég
mjög hæpið að hrófla við þeim, enda þótt þau þyki „af einhverjum ástæðum ekki
heppileg"; það er þó mun skárra að taka þau með og sérmerkja en sleppa þeim alveg.
Ég er hræddur um að ef farið er að stugga við viðunandi orðum sem eru í notkun geti
það orðið til að skapa óvissu og rugling, og valdið því að ekkert íslenskt orð nær yfir-
höndinni. Og þá er verr af stað farið en heima setið.
Orðunum í Tölvuorðasafni má skipta í a. m. k. átta flokka eftir eðli og uppruna;
oft slær svo flokkunum saman á ýmsan hátt. í fyrsta lagi má nefna að stundum eru
tekin hversdagsleg orð og þeim gefin sérhæfð merking; ríki látið tákna ‘domain’
endurskoða notað fyrir ‘audit’, bálkur fyrir ‘block’, bót fyrir ‘patch', kveðja fyrir
‘logon/logoff’, o.m.fl. í öðru lagi eru fornyrði stundum endurvakin og gefin ný
merking, t. d. skruna fyrir ‘scroll’. í þriðja lagi eru ósamsett ensk orð stundum þýdd
beint; þannig er klippa notað yfir ‘cut’ og líma yfir ‘paste’. I fjórða lagi er iðulega not-
uð hljóðlíking við ensku orðin; þar má nefna algrím fyrir ‘algorithm’, gisti fyrir ‘reg;
ister’, tók fyrir ‘token’, bot fyrir ‘baud', bœti fyrir ‘byte’, biti fyrir ‘bit’, fisja fyrir
‘(micro)fiche’, gátt fyrir ‘gate’, demba fyrir ‘dump’. í fimmta lagi eru notaðar hljóð-
líkingar við ensku stofnana, en íslenskum viðskeytum bætt við; dæmi eru mótaldfyr-
ir ‘modem’, pakkaldfyrir ‘packet assembly/disassembly’, o.fl. í sjötta lagi eru mynd-
uð ósamsett nýyrði, s. s. run fyrir ‘rolling’, gjörvi fyrir ‘processor’, fjölvi fyrir
‘macro’, gilda fyrir ‘evaluate’. í sjöunda lagi — sem er langoftast — eru myndaðar nýj-
ar samsetningar; liðir þeirra eru þá ýmist þekkt orð í málinu, eða ósamsett nýyrði úr
Tölvuorðasafninu sjálfu. Mjög oft eru ensku orðin þá þýdd lið fyrir lið, t. d. hríslunet
fyrir ‘tree network’, seguldiskageymsla fyrir ‘magnetic disk storage’, fjölvaþan fyrir
‘macroexpansion’, banaskekkja fyrir ‘fatal error’; í öðrum tilvikum samsvarar merk-
ing einstakra liða íslensku orðanna ekki þeim ensku, t. d. fastatexti fyrir ‘boiler-
plate’, leturkróna fyrir ‘daisy wheel’, minnishylki fyrir ‘cartridge’. í áttunda og síð-
asta lagi eru svo uppflettiorðin orðasambönd, t. á. fjartengd baggasending fyrir ‘re-
mote batch entry’, lokaður notendahópur með úttengileið fyrir ‘closed user group
with outgoing access’, aðgangsaðferð fyrir vísaða runuleið fyrir indexed sequential
access method’.
Allar þessar aðferðir geta sjálfsagt átt rétt á sér að einhverju marki. Mér finnst
hins vegar að þær séu notaðar á alltof tilviljanakenndan hátt; ég get ómögulega séð
nokkurt kerfi í því hvenær hver tegund orðmyndunar er notuð. Ég dreg ekki í efa að