Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 205
Ritdómar
203
Oresnik vísi í greinum sínum til greina sem hann hafði áður ritað og er að finna í
bókinni. f>á sakaði ekki að ritstjóri léti okkur lesendur vita hvar þá tilvísun væri að
finna, t. d. með viðbættri neðanmálsgrein. Það mundi spara okkur þá flóknu leið
sem minnst var á hér að framan.
3,
í því yfirliti um greinarnar sem hér fer á eftir verður vísað í einstakar greinar
höfundar eftir ártali fyrstu prentunar (sjá yfirlit fremst í þessari bók, sbr. líka skrá
Höskulds Þráinssonar 1980a:249-250). Öll blaðsíðutöl vísa til eiginlegra blaðsíðu-
tala bókarinnar nema annað sé tekið fram.
Efnisflokkar þeir sem Oresnik tekur einkum fyrir í greinum sínum eru: u-hljóð-
varp (og því tengist u-innskot), i-hljóðvarp og boðháttur. Þá er hér einnig allmikil
grein um nokkrar sterkar sagnir sem taka veika beygingu í vh. þt. og önnur um
afröddunarreglur. Loks eru tvær stuttar greinar. Önnur þeirra er um skil í orðum,
hin þrískipt grein um einstakar beygingar þriggja orða. Hér á eftir verður lítillega
fjallað um greinarnar eftir efni þeirra.
3.1 i-hljóðvarp og vh. þt.
On Some Weak Preterite Subjunctives of Otherwise Strong Verbs in Modern
Icelandic (Arkiv för nordisk filologi 86, 1971)
On the Modern Icelandic /-Umlaut Rule (General Linguistics 18, 1978)
Við skulum byrja á því að skoða tvær greinar þar sem viðtengingarháttur þátíðar
og í'-hljóðvarp eru þyngdarpunktarnir.
Fyrri greinin (1971) fjallar um nokkrar sterkar sagnir sem geta tekið veika þátíð í
viðtengingarhætti (t. d. dœði af deyja, lœði af liggja). Oresnik hefur tínt til allmikið
safn dæma úr seðlasafni Orðabókar Háskóla íslands og er ekki annað að sjá en
þessar myndir hafi tíðkast (í ritmáli a. m. k.) frá um 1800 til nútímans. Það má
reyndar benda á að í rannsókn á tíðni viðtengingarháttar í þátíð í dagblaðamáli frá
1925 og 1975 (Indriði Gíslason og Sigríður Valgeirsdóttir 1979) kom fram að hann
er afskaplega sjaldgæfur — og kemur raunar alls ekki fyrir í mörgum sagna Oresniks.
Hins vegar nefna þau Indriði og Sigríður ekki hvaða myndir eru notaðar hverju
sinni. Því kann að virðast heldur djarft teflt þegar Oresnik notar gögnin til að setja
fram kenningu um hvernig viðtengingarháttur er myndaður, með hjálp lifandi /-
hljóðvarps (bls. 27). En Oresnik er ekki þekktur fyrir að halda í eigin skoðanir
lengur en honum sýnist — og er það vel. 1978 skrifar hann grein þar sem hann
gagnrýnir skrif um /-hljóðvarp, þ. á m. sína eigin grein frá 1971. Hér hafnar hann
sem sagt því að /-hljóðvarp sé virk hljóðregla en hann heldur fast við þá kenningu
sína að vh. þt. sé ýmist myndaður af nt. -stofni eða þt. -stofni (með /-hljóðvarpi
1971) en 1978 kallar hann sérhljóðabreytinguna hljóðskipti. Almennt hefur verið
talið að vh. þt. myndist af þt. frsh. (ft.), t. d. tók(um) — tœk(i) (sjá t. d. Valtý
Guðmundsson 1922:117; Halldór Ármann Sigurðsson 1982:24).
3.2 u-hljóðvarp og u-innskot
On the Epenthesis Rule in Modern Icelandic (Arkiv för nordisk filologi
87,1972)