Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Blaðsíða 205

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Blaðsíða 205
Ritdómar 203 Oresnik vísi í greinum sínum til greina sem hann hafði áður ritað og er að finna í bókinni. f>á sakaði ekki að ritstjóri léti okkur lesendur vita hvar þá tilvísun væri að finna, t. d. með viðbættri neðanmálsgrein. Það mundi spara okkur þá flóknu leið sem minnst var á hér að framan. 3, í því yfirliti um greinarnar sem hér fer á eftir verður vísað í einstakar greinar höfundar eftir ártali fyrstu prentunar (sjá yfirlit fremst í þessari bók, sbr. líka skrá Höskulds Þráinssonar 1980a:249-250). Öll blaðsíðutöl vísa til eiginlegra blaðsíðu- tala bókarinnar nema annað sé tekið fram. Efnisflokkar þeir sem Oresnik tekur einkum fyrir í greinum sínum eru: u-hljóð- varp (og því tengist u-innskot), i-hljóðvarp og boðháttur. Þá er hér einnig allmikil grein um nokkrar sterkar sagnir sem taka veika beygingu í vh. þt. og önnur um afröddunarreglur. Loks eru tvær stuttar greinar. Önnur þeirra er um skil í orðum, hin þrískipt grein um einstakar beygingar þriggja orða. Hér á eftir verður lítillega fjallað um greinarnar eftir efni þeirra. 3.1 i-hljóðvarp og vh. þt. On Some Weak Preterite Subjunctives of Otherwise Strong Verbs in Modern Icelandic (Arkiv för nordisk filologi 86, 1971) On the Modern Icelandic /-Umlaut Rule (General Linguistics 18, 1978) Við skulum byrja á því að skoða tvær greinar þar sem viðtengingarháttur þátíðar og í'-hljóðvarp eru þyngdarpunktarnir. Fyrri greinin (1971) fjallar um nokkrar sterkar sagnir sem geta tekið veika þátíð í viðtengingarhætti (t. d. dœði af deyja, lœði af liggja). Oresnik hefur tínt til allmikið safn dæma úr seðlasafni Orðabókar Háskóla íslands og er ekki annað að sjá en þessar myndir hafi tíðkast (í ritmáli a. m. k.) frá um 1800 til nútímans. Það má reyndar benda á að í rannsókn á tíðni viðtengingarháttar í þátíð í dagblaðamáli frá 1925 og 1975 (Indriði Gíslason og Sigríður Valgeirsdóttir 1979) kom fram að hann er afskaplega sjaldgæfur — og kemur raunar alls ekki fyrir í mörgum sagna Oresniks. Hins vegar nefna þau Indriði og Sigríður ekki hvaða myndir eru notaðar hverju sinni. Því kann að virðast heldur djarft teflt þegar Oresnik notar gögnin til að setja fram kenningu um hvernig viðtengingarháttur er myndaður, með hjálp lifandi /- hljóðvarps (bls. 27). En Oresnik er ekki þekktur fyrir að halda í eigin skoðanir lengur en honum sýnist — og er það vel. 1978 skrifar hann grein þar sem hann gagnrýnir skrif um /-hljóðvarp, þ. á m. sína eigin grein frá 1971. Hér hafnar hann sem sagt því að /-hljóðvarp sé virk hljóðregla en hann heldur fast við þá kenningu sína að vh. þt. sé ýmist myndaður af nt. -stofni eða þt. -stofni (með /-hljóðvarpi 1971) en 1978 kallar hann sérhljóðabreytinguna hljóðskipti. Almennt hefur verið talið að vh. þt. myndist af þt. frsh. (ft.), t. d. tók(um) — tœk(i) (sjá t. d. Valtý Guðmundsson 1922:117; Halldór Ármann Sigurðsson 1982:24). 3.2 u-hljóðvarp og u-innskot On the Epenthesis Rule in Modern Icelandic (Arkiv för nordisk filologi 87,1972)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.