Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Síða 207
Ritdómar
205
rádd (ÞÚ — með áherslu á þú) (bls. 181). En ljóst er að Oresnik kemur hér að
verðugu viðfangsefni, líklega vel til föllnu að athuga kenningar í hljóðbeygingu.
3.4 Annað
On the Phonological Boundary between Constituents of Modern Icelandic
Compound Words (Linguislica 11, 1971)
Four Modern lcelandic Devoicing Rules (Linguistica 12, 1972)
Three Modern lcelandic Morphophonemic Notes (Sjötíu ritgerðir helgaðar
Jakobi Benediktssyni 20. júlí 1977, 1977)
Tvær fyrstu greinarnar skrifaði Oresnik í anda generatífrar hljóðkerfisfræði (sbr.
bls. 49, nmgr. 1 og bls. 91. nmgr. 1) eins og hún kemur fram í bók Chomsky & Halle
(1968). Sú fyrri fjallar um tvenns konar skil í samsettum orðum og einstökum orð-
hlutum. Oresnik heldur því fram að ekki þurfi að gera ráð fyrir fleiri skilum en
myndanskilum og orðaskilum í almennum hljóðreglum (bls. 49-50). Þetta kann að
vera rétt í því kenningakerfi sem höfundur notar hér. Hins vegar er eins víst að
þessum skilum sé ofaukið þegar litið er á hljóðastreng „ofan frá“, þ. e. með því að
gera ráð fyrir atkvæðinu sem einingu í hljóðkerfisfræði.
Hin greinin fjallar um órödduð samhljóð á eftir áhersluatkvæði. Pað merkasta við
þessa grein er að höfundur gerir ráð fyrir fyrirbærinu afröddun sem mjög átti eftir að
vera til umræðu á komandi árum (sjá t. d. Höskuld Þráinsson 1978; 1980a).
Oresnik er hér samur við sig: Hann dregur fram mikinn fjölda dæma (mest úr orða-
bókum og kennslubókum) en stundum virðist mér sem úrvinnslan mætti vera hnit-
miðaðri. Ein af grundvallarreglum generatífista var (og er) að ná sem mestum alhæf-
ingum og gera á þann hátt grein fyrir regluleika málsins. Stundum vildi þetta ganga
nokkuð langt með því að til þess að geta leitt út ólíkar yfirborðsmyndir þurftu smið-
irnir að gera ráð fyrir býsna sértækum myndum í baklægri gerð. Oresnik verður hins
vegar ekki sakaður um það í þessari grein. Reyndar eru einhver dæmi þess að hann
geri ráð fyrir baklægum gerðum, ólíkum framburðarmyndum (t. d. g í fugl sem
hann vill hafa /j/, þ. e. /fvyl/). Á hinn bóginn sér hann ekki ástæðu til að tengja
saman óraddað /1/ á undan /t/ og óraddað /n/ á undan /t/ í orðum eins og vanta (þ. e.
þar sem /t/ er ekki beygingarending og /n/ er óraddað í öllum myndum). f fyrra
tilvikinu vill hann leiða út óraddað /1/ með reglu en í því síðara gerir hann ráð fyrir
að /n/ sé óraddað í baklægri gerð (bls. 104). Annars fjallar hann mest um afröddun
/vyr/ á undan /s/ og /t/ (í orðum eins og hafs, vors, ákaft, auðugt). Þá gerir hann grein
fyrir afröddun í enda orðs (t. d. í bað, akur). í öllum þessum reglum er hann með
myndanskil og orðaskil en ekki verður betur séð en einmitt því hefði mátt sleppa og
mun einfaldari mynd fæst (sbr. t. d. Höskuldur Þráinsson 1980b).
4.
Eðli málsins samkvæmt verður þessi útgáfa líklega seint talin til tímamótaverka.
Hins vegar er líklegt að einhverjir, sem ekki hafa áður rekist á greinar Oresniks í
tímaritum og ráðstefnuritum, uppgötvi hér iðju hans. Þá er einnig víst að þeir hinir
sömu sjái ástæðu til að líta á dæmin og úrvinnslu þeirra frá öðrum sjónarhóli. Verði
gangur mála slíkur er útgáfan vel réttlætanleg.