Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Side 221

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Side 221
íslenskar mállýskurannsóknir 219 varpsþáttum og einnig „ . . . var spurst fyrir um hann munnlega.'" (1977:31). Svörin við bréfunum sem bárust voru mismunandi eða eins og Sigríður Anna segir: Þessi bréflega athugun er hentug sem frumkönnun og gefur nokkra hugmynd um rannsóknarverkefnið. Hún hefur hins vegar þann galla að upplýsingar heimildarmanna eru misgóðar. (1977:30). Tveir þeirra sem sögðust ekki þekkja eða nota þennan framburð voru nefnilega staðnir að því að hafa blandaðan framburð. Ekki kemur fram hve mörg svör bárust vegna útvarpsfyrirspurnanna eða hve miklar upplýsingar Sigríður Anna fékk með því að spyrjast fyrir „munnlega" og það kemur ekki heldur fram hvernig þessir 82 voru valdir er fengu fyrirspurnarbréfin. Sigríður Anna flokkaði síðan svörin og dró inn á kort útbreiðslu bð-, gð-framburðarins, en hún fékk upplýsingar um hann allt frá Mýrdal vestur og norður um að Langanesi (1977:32). Á hinn bóginn er rannsókn Sigríðar Önnu merk fyrir þá sök að hún notaði segul- band að því er virðist í fyrsta skipti í sögu íslenskra mállýskurannsókna en að vísu var efnið ekki tekið upp með mállýskur í huga og þess vegna ef til vill óþjált til mál- lýskurannsókna. Ingólfur Pálmason og Þuríður Kristjánsdóttir fóru á vegum Kennaraháskóla ís- lands í framburðarkönnun um Öræfi, Suðursveit og Nes sumrin 1977 og 1978 (Ingólf- ur Pálmason 1983:29). Könnun þeirra náði aðallega yfir þau framburðarafbrigði sem Skaftfellingar eru þekktir fyrir eða rl-, rn-framburð, einhljóðaframburð á undan gi og /iv-framburð (1983:30), auk þess sem þau huguðu að flámæli og [ys]-framburði (1983:46-47). Tilgangur ferðarinnar var tvíþættur; annars vegar að auka við fram- burðardæmasafn skólans vegna hljóðfræðikennslu og hins vegar að taka mið af rann- sóknum Björns Guðfinnssonar (1983:29). Þar hefur hugsunin trúlega verið sú að bera saman við niðurstöður Björns að einhverju leyti. Alls könnuðu þau 94 einstak- linga á öllum aldri eða frá 10 til 95 ára. Þar af voru 8 á aldrinum 10 til 13 ára. Til samanburðar má geta þess að Björn Guðfinnsson kannaði 59 börn í yfirlitsrannsókn- inni í A-Skaftafellssýslu (1946:96). Ekki kemur fram af hverju þau völdu A-Skafta- fellssýslu en það má hugsa sér að skortur á framburðardæmum KHÍ hafi ráðið því. Ekki kemur heldur fram af hverju þau fóru einungis í 3 sveitir sýslunnaren ekki allar 5 en ef til vill hefur tímaskortur valdið einhverju þar um. Ingólfur og Þuríður könnuðu A-Skaftfellingana með lestraraðferð en þau höfðu tvo sérsamda texta með í fórum sínum til að láta fólkið lesa (1983:30). Eftirtektar- vert er að þau nota lestraraðferðina á fólk á öllum aldri en Björn Guðfinnsson taldi ekki heppilegt að beita henni á annað fólk en börn (Björn Guðfinnsson 1946:134). Ekki verður annað séð en fólk hafi tekið því vel að lesa (1983:30), en ekki er víst að Ingólfur og Þuríður hafi sagt allt um tilganginn með lestrinum (1983:29-30). Jafn- framt hafa þau beitt samtalsaðferð (1983:29-30) en ekki liggja fyrir beinar niðurstöð- ur úr henni, enda hefur henni sennilega ekki verið beitt skipulega. Það merkasta við rannsókn Ingólfs og Þuríðar er þó það að þau notuðu segulbandstæki og tóku öll við- tölin og upplesturinn upp á segulband og virtist ganga vel að fá fólk til að lesa inn á bandið (1983:29-30). Að sögn Höskuldar Þráinssonar (sjá fslenskt mál 5:29 nmgr.) er þetta fyrsta skipulega tilraunin til að safna heimildum um íslenskan framburð á segulband.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.