Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 221
íslenskar mállýskurannsóknir
219
varpsþáttum og einnig „ . . . var spurst fyrir um hann munnlega.'" (1977:31). Svörin
við bréfunum sem bárust voru mismunandi eða eins og Sigríður Anna segir:
Þessi bréflega athugun er hentug sem frumkönnun og gefur nokkra hugmynd
um rannsóknarverkefnið. Hún hefur hins vegar þann galla að upplýsingar
heimildarmanna eru misgóðar. (1977:30).
Tveir þeirra sem sögðust ekki þekkja eða nota þennan framburð voru nefnilega
staðnir að því að hafa blandaðan framburð. Ekki kemur fram hve mörg svör bárust
vegna útvarpsfyrirspurnanna eða hve miklar upplýsingar Sigríður Anna fékk með
því að spyrjast fyrir „munnlega" og það kemur ekki heldur fram hvernig þessir 82
voru valdir er fengu fyrirspurnarbréfin. Sigríður Anna flokkaði síðan svörin og dró
inn á kort útbreiðslu bð-, gð-framburðarins, en hún fékk upplýsingar um hann allt
frá Mýrdal vestur og norður um að Langanesi (1977:32).
Á hinn bóginn er rannsókn Sigríðar Önnu merk fyrir þá sök að hún notaði segul-
band að því er virðist í fyrsta skipti í sögu íslenskra mállýskurannsókna en að vísu var
efnið ekki tekið upp með mállýskur í huga og þess vegna ef til vill óþjált til mál-
lýskurannsókna.
Ingólfur Pálmason og Þuríður Kristjánsdóttir fóru á vegum Kennaraháskóla ís-
lands í framburðarkönnun um Öræfi, Suðursveit og Nes sumrin 1977 og 1978 (Ingólf-
ur Pálmason 1983:29). Könnun þeirra náði aðallega yfir þau framburðarafbrigði sem
Skaftfellingar eru þekktir fyrir eða rl-, rn-framburð, einhljóðaframburð á undan gi
og /iv-framburð (1983:30), auk þess sem þau huguðu að flámæli og [ys]-framburði
(1983:46-47). Tilgangur ferðarinnar var tvíþættur; annars vegar að auka við fram-
burðardæmasafn skólans vegna hljóðfræðikennslu og hins vegar að taka mið af rann-
sóknum Björns Guðfinnssonar (1983:29). Þar hefur hugsunin trúlega verið sú að
bera saman við niðurstöður Björns að einhverju leyti. Alls könnuðu þau 94 einstak-
linga á öllum aldri eða frá 10 til 95 ára. Þar af voru 8 á aldrinum 10 til 13 ára. Til
samanburðar má geta þess að Björn Guðfinnsson kannaði 59 börn í yfirlitsrannsókn-
inni í A-Skaftafellssýslu (1946:96). Ekki kemur fram af hverju þau völdu A-Skafta-
fellssýslu en það má hugsa sér að skortur á framburðardæmum KHÍ hafi ráðið því.
Ekki kemur heldur fram af hverju þau fóru einungis í 3 sveitir sýslunnaren ekki allar
5 en ef til vill hefur tímaskortur valdið einhverju þar um.
Ingólfur og Þuríður könnuðu A-Skaftfellingana með lestraraðferð en þau höfðu
tvo sérsamda texta með í fórum sínum til að láta fólkið lesa (1983:30). Eftirtektar-
vert er að þau nota lestraraðferðina á fólk á öllum aldri en Björn Guðfinnsson taldi
ekki heppilegt að beita henni á annað fólk en börn (Björn Guðfinnsson 1946:134).
Ekki verður annað séð en fólk hafi tekið því vel að lesa (1983:30), en ekki er víst að
Ingólfur og Þuríður hafi sagt allt um tilganginn með lestrinum (1983:29-30). Jafn-
framt hafa þau beitt samtalsaðferð (1983:29-30) en ekki liggja fyrir beinar niðurstöð-
ur úr henni, enda hefur henni sennilega ekki verið beitt skipulega. Það merkasta við
rannsókn Ingólfs og Þuríðar er þó það að þau notuðu segulbandstæki og tóku öll við-
tölin og upplesturinn upp á segulband og virtist ganga vel að fá fólk til að lesa inn á
bandið (1983:29-30). Að sögn Höskuldar Þráinssonar (sjá fslenskt mál 5:29 nmgr.)
er þetta fyrsta skipulega tilraunin til að safna heimildum um íslenskan framburð á
segulband.