Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Blaðsíða 16
H
Katrín Axelsdóttir
Annað fornafn, mjög áþekkt hvorgi og enn fátíðara í ritum, var hvergi
sem merkir jafnan ‘hver sem er’.2 Það er löngu horfið úr málinu. Að þessu
orði og fornafninu engi (nú enginn) verður stundum vikið hér á eftir til
samanburðar.
2. Ýmis grundvallaratriði
Hér verður fjallað um grundvallaratriði af ýmsum toga en kaflinn er nauð-
synlegur undanfari umfjöllunarinnar sem á eftir kemur. í 2.1 er forsaga
fornafnsins hvorgi, hvorugur reifuð. í 2.2 eru ýmis hugtök skýrð og sagt
frá samræmingu stafsetningar og í 2.3 er gerð grein fyrir þeim efniviði
sem rannsóknin byggist á. I 2.4 er stuttlega fjallað um eldri athuganir.
2.1 Forsaga fomafnsins
Hvárgi(> hvorgi) mun upphaflega vera myndað úr öðru fornafni, hvárr, að
viðbættu myndaninu -gi. Hvárr beygðist, en óbreytanlegt -gi bættist við
beygðu myndirnar.
Myndanið -gi gat ýmist haft jákvæða („generalíserandi") eða neikvæða
merkingu en uppruninn er þó talinn vera sá sami (sbr. fhþ. -gin, gotn.
-hun, lat. -que). I fornu máli var fornafnið hvárgi til í tvenns konar merk-
ingu, jákvæðri (‘hvor heldur sem er’) og neikvæðri (‘hvorki annar né
hinn’). Neikvæða merkingin er talin þannig til komin að í neikvæðum
setningum hafi upphaflega neitunarorðið ne (í norrænu, gotn. ni) fallið
brott og þá hafi myndanið -gi (sem var í öndverðu jákvætt) orðið eitt um
að bera neitunarmerkinguna: *ne hvárr-gi > hvárgi. Gert er ráð fyrir að
sama þróun hafi átt sér stað í fornafninu engi (nú enginn): *ne einn-gi >
*einn-gi > engi, og hið sama gildir um ne í tengslum við sagnir og mynd-
önin -a og -(a)t: ne veit-at > veit-at, ‘veit ekki’. I öndverðu mun ne hafa
verið eina neitunarorðið, síðan bættust við myndön (-gi, -a, -(a)t) sem
fóru einnig að bera neitunarmerkingu og loks féll ne brott.3
I töflu 1 er sýnt hvernig beyging hvárgi var væntanlega fyrir tíma elstu
ritheimilda.
2 Um merkingartilbrigði þessa fornafns, sjá Fritzner II 1891:131—132. Noreen
(1923:187) og Heusler (1950:79) nefna reyndar neikvæða merkingu þessa fornafns auk
hinnar jákvæðu, en neikvæð merking orðsins er ekki gefin hjá Fritzner.
3 Um forsögu þeirra orða og orðhluta sem hér er getið, sjá t.d. Falk og Torp I
1910-1911:438, 467, Jespersen 1917:8, de Vries 1962:269,166, Grpnvik 1997.