Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 17
Rýnt í sögu fomafnsins hvorgi, hvorugur
15
EINTALA KK. KVK. HK.
NF. hvárr-gi hvþr-gi hvárt-ki
ÞF. hvárn-gi hvára-gi hvárt-ki
ÞGF. hvþrum-gi hvárri-gi hvþru-gi
EF. hvárs-ki hvárrar-gi hvárs-ki
FLEIRTALA
NF. hvárir-gi hvárar-gi hvpr-gi
ÞF. hvára-gi hvárar-gi hvþr-gi
ÞGF. hvþrum-gi hvQrum-gi hvþrum-gi
EF. hvárra-gi hvárra-gi hvárra-gi
Tafla 1: Endurgerð beyging fornafnsins hvárgi (hvárr og -gí), fyrir tíma
elstu ritheimilda.
Því má velta fyrir sér hvort hvárr og hvárgi (eða hvárrgi) hafi á þessum
tíma verið eitt fornafn eða tvö. Myndanið -gi {-ki á eftir órödduðu hljóði,
s eða t) var fjölhæft og bættist ekki aðeins við fornöfn (s.s. hvárgi, þatkí).
I fornritum eru dæmi um að það bætist enn fremur við atviksorð, nafn-
orð og lýsingarorð, svági ‘ekki svo’, niðjargi ‘ekki niðjar’, hálftki ‘ekki
hálft’, og væntanlega dytti engum í hug að greina t.d. niðjar og niðjargi
sem tvö sjálfstæð orð. En síðan birtist þetta myndan (eða arftakar þess)
sem hluti af stofni í fornafninu hvárgi {> hvorgi), hvorugur og beygingar-
endingar komu aftast. Þá er augljóslega um tvö aðskilin fornöfn að ræða;
hvárgi (> hvorgi), hvorugur er þá orðið sjálfstætt fornafn.
2.2 Nokkur hugtök og sammming stafsetningar
Myndanið -gi hefur oft verið kallað viðskeyti (e. suffix) (sjá t.d. Ásgeir
Blöndal Magnússon 1989:244). Það orð er ekki heppilegt því að viðskeyti
teljast vera hlutar af stofnum orða, en svo er vissulega ekki í tilviki -gi á
elsta skeiði. Onnur orð sem hafa verið notuð um -gi eru orðkorn (lat.
particula) {Rit þess Islenzka Lardóms-Lista Félags I 1780:217) og ögn (e.
particle) (Kjartan G. Ottósson 1992:89, Katrín Axelsdóttir 2003:62).
Þessi orð eru ekki heppileg heldur því að merking þeirra er of víð. Orðið
ögn virðist ávallt merkja eitthvað lítið, hvort sem um er að ræða sjálfstætt
orð (forsetningu eða atviksorð) eða ósjálfstæðan orðhluta. Myndaninu -gi
er líklega best lýst með því sem kallað hefur verið á ensku „clitic“. Segja
má að slík myndön séu mitt á milli þess að vera aðskeyti (e. affix) og