Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Qupperneq 18
i6
Katrín Axelsdóttir
sjálfstæð orð, þau hengjast framan eða aftan á önnur orð og oft eru þau
styttingar sjálfstæðra orða (s.s. -k < ek) (sjá t.d. Hopper og Traugott
2003:5, 136). Ymis orð hafa verið notuð um þess háttar fyrirbæri á
íslensku, s.s. áhengi, viðhengi, dindill og hengill. í þessari grein verður
hið síðastnefnda notað.4 Arftakar hins forna -gi, s.s. -ig-, -ug- og -g-, eru
hér á hinn bóginn kölluð viðskeyti (e. suffix) þar sem þessi myndön eru
hluti af stofni.5 Hér á eftir er oft nauðsynlegt að tala um hið forna -gi (og
afbrigðið -ki) og arftaka þess undir einum hatti, en hljóðmynd og staða
skipta þá ekki máli. I slíkum tilvikum verður talað um myndanið GI, sem
er þá e.k. „erkimyndan“. Ymis önnur hugtök koma við sögu hér á eftir,
einkum í 4. kafla, og verða skýrð jafnóðum.
Eins og fram hefur komið var rótin í fornafninu hvorgi upphaflega
hvár- (með M-hljóðvarpi hvpr-). I greininni verður framvegis alltaf sam-
ræmt hvor-, enda skiptir breytingin „vá“ > „vo“ ekki máli í þessari um-
fjöllun. Auk þess getur verið torvelt að ákveða hvenær ætti að samræma
hvár- (hvpr-) og hvenær hvor-. Afbrigðin hver-, hvur- og hvör-, sem komu
upp síðar, eru sömuleiðis samræmd hvor-, enda verður ekki séð að þessi
afbrigði hafi skipt máli fyrir beygingarþróun fornafnsins hvorgi. Af
öðrum samræmingaratriðum er helst að nefna að „e“ í áhersluleysi er hér
ritað „i“ (t.d. í hvorgi), og „u“ i „huor-“ er ritað „v“: hvor-. Þá er rétt að taka
fram að fornmálsmynd nf.kk.et. er hér ævinlega rituð hvorgi (þ.e. með
einu r-i eins og oftast er gert), en ekki tveimur, eins og þekkist líka.
Styttingin rr > r á undan -gi í nf.kk.et. virðist hafa orðið snemma og sú
breyting kemur lítið við sögu hér.
Þegar vitnað er í fræðirit og orðabækur, þar sem samræmt er með
öðrum hætti en hér er gert, er rithætti orðmynda einnig breytt. Oftast er
þó sýnt í sviga það sem stendur í viðkomandi riti.
2.3 Efnividur
Til að greina breytingarnar sem orðið hafa á fornafninu hvorgi, hvorugur
voru könnuð rit allt frá elsta skeiði og fram á 19. öld. Þetta eru þau rit sem
nefnd eru í ýmsum töflum í 3. kafla. Þessi rit eru enn fremur talin upp í
4 Viðhengi er líklega best þekkt af þessum orðum um „clitic". Það er ekki notað í þess-
ari grein þar sem það er einnig stundum notað um setningafræðilegt hugtak (e. adjunct),
sem er ekki til umræðu hér.
5 Ekki er þó víst að allir arftakarnir teljist með réttu vera viðskeyti. Um það verður
nánar rætt í 4.8.