Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 21
Rýnt í sögu fomafnsins hvorgi, hvorugur
19
Eitt er þó vert er að nefna strax, en það er spurningin um eitt fornafn
eða tvö. I sumum ritum, bæði málfræðiritum og orðabókum, er farið með
hvorgi fornmálsins sem tvö aðskilin fornöfn, hvorgi og hvorigr (t.d.
Wimmer 1874, Fritzner 1886—1896, Larsson 1891).9 Annars staðar er litið
á hvorgi sem eitt (t.d. Noreen 1923, Ordforrádet ide eldste norske hdndskrif-
ter til ca. 1250 1955). Hér er litið á þetta sem eitt, hvorgi (sem síðar varð
hvorigur/hvorugur).
Wimmer (1874:93—94), sem er einn þeirra sem greinir á milli tveggja
fornafna, segir beygingardæmin notuð í eins konar fyllidreifingu; for-
nafnið hvorgi sé einkum notað í karlkyni og hvorugkyni eintölu en hvorigr
í kvenkyni eintölu og svo í fleirtölunni. Þetta réttlætir auðvitað ekki að
hvorgi sé greint sem tvö fornöfn. Eins og fram kemur hér á eftir verða
breytingar á fornafninu hvorgi fyrr á tilteknum stöðum í beygingunni en
öðrum, og það á sér skýringar. Um tíma er því staðan sú að beyging hvorgi
er á milli vita, ef svo má að orði komast, í hluta hennar ríkir enn hið forna
ástand (t.d. hvomgi) en annars staðar er farið að dæmi -zý-lýsingarorða eins
og kunnig(u)r (t.d. hvorigrar). Enn annars staðar kemur ný beygingar-
ending fram fýrir aftan gamla hengilinn sem heldur þó mynd sinni (t.d.
hvorskis).
Beyging fornafnsins var væntanlega einsleit í öndverðu (sbr. töflu 1).
Að loknum öllum breytingum sem orðið hafa síðan í fornu máli er beyg-
ingin (þ.e. beyging fornafnsins hvorugur) einnig einsleit. Tímabundin
sundurleitni í beygingu, á miklu breytingaskeiði, réttlætir ekki að hvorgi
fornmálsins sé klofið í tvennt. Auk þess getur verið villandi að gera ráð
fyrir fornafninu hvorigr, því að orðmyndin sjálf, nefnifallsmyndin hvorigr,
virðist ekki hafa verið til í fornu máli (sjá 3.9).
3. Beyging fornafnsins hvorgi, hvorugur og breytingar á henni
3.1 Inngangur
Sé litið á töflu 1 í 2.1 hér að framan og hún borin saman við beygingu hvor-
ugur í nútímamáli (sem er eins og beyging lýsingarorða með viðskeytinu
-ug-, s.s. kunnugur) er ljóst að miklar breytingar hafa orðið. Hengillinn -gi
(-ki) var með tímanum leystur af hólmi af viðskeyti (sem nú er -ug-) sem
9 Rétt er að taka fram að ekki er víst að orðabókahöfundar hafi haft á þessari tvískipt-
ingu miklar skoðanir. Ef til vill ákváðu þeir að hafa tvö mismunandi flettiorð til að not-
endur ættu auðveldara með að finna það sem þeir leituðu að.