Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 23
Rýnt í sögu fomafnsins hvorgi, hvorugur
21
EINTALA KK. KVK. HK.
NF. ÞF. ÞGF. EF. hvorgi 2 hvorungi 213 hvorigrar 1 hvortki 3
FLEIRTALA
NF. ÞF. ÞGF. EF. hvorigir 1
Tafla 2: Beyging fornafnsins hvorgi í elstu íslensku handritunum (um
1150-1220).14
Af svo fáum dæmum er vissulega varasamt að draga miklar ályktanir. En
sé þessi tafla borin saman við töflu 1 má þó sjá að myndanið GI er hér í
tveimur beygingarmyndum fyrir framan beygingarendingu:
(2) Ný mynd Var væntanlega áður
hvorig-ir (nf.kk.ft.) *hvorir-gi
hvorig-rar (ef.kvk.et.) *hvorrar-gi
Breytingin er þó ekki algild því að í myndunum hvorungi15 (þgf.kk.et.) og
hvortki (nf./þf.hk.et.) er hengillinn á sínum gamla stað fyrir aftan beyg-
ingarendingu. I myndinni hvorgi (nf.kk.et.) er hengillinn einnig í bak-
13 Annað þessara dæma greina Larsson (1891) og de Leeuw van Weenen (2004) sem
fleirtöludæmi. Hér má sjá dæmið í samhengi:
Það er enn gott að vita, að oft stoðar báðum það, er vel verður fyrgefið eða beðið fyr
óvinum, en aldregi hvorumgi. En þótt óvinurinn geri sig óverðan nytjanna, þá nýtur
þó sá, er fyr honum bað eða honum kenndi gott eða honum fyrgaf og honum unni að
njóta. (Islenskhómilíubók 1993:179)
Hér er talað um að menn biðji fyrir óvinum sínum, og vissulega kemur orðið óvinur fyrir
í fleirtölu þegar það kemur fyrir í fyrra skiptið. En síðan er talað um óvininn og þann sem
fyrir honum biður, þ.e. tvo einstaklinga. Auk þess kemur fyrir fornafnið bádir, sem jafnan
vísar til tveggja einstaklinga. Ef um væri að ræða tvo hópa hefði verið eðlilegra að nota for-
nafnið hvortveggi. Þótt hér sé greind eintala er fleirtölugreining ekki óhugsandi.
14 Taflan byggist á orðaskrá Larsson (1891) um elstu íslensku handritin. Hliðsjón var
höfð af orðaskrá de Leeuw van Weenen (2004) um Hómilíubókina, hið stærsta þessara
handrita.
15 Hvorungi < hvorumgi, hér hefur orðið samlögun, m > n, fyrir áhrif fríg næst á eftir.