Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 25
Rýnt í sögu fomafnsins hvorgi, hvorugur
23
hvorki .... né).lc> Ef þeim er bætt við eru dæmi um myndina hvortki í
íslensku ritunum 29 en engin dæmi eru um hvorki. I norsku handritunum
virðist t hins vegar vera horfið að mestu; þar eru 17 dæmi um hvorki en
aðeins eitt um mynd með endingunni -t. í myndum nf./þf.hk.et. (hvorki
og hvortki) er því hægt að greina mun á íslensku og norsku á elsta skeiði.
3.3 Meginbreytingin: Myndanið GI og beygingarendingar skipta um s&ti
Eins og fram kom í 3.2 var beygingarending farin að sjást fyrir aftan
myndanið GI í elstu íslensku handritunum, sbr. myndirnar hvorigir og
hvorigrar, sem áður hafa verið *hvorir-gi og *hvorrar-gi. En þetta virðist
ekki hafa gerst alls staðar í beygingunni í einni svipan. Eins og nefnt var
hér að framan stendur hengillinn aftan við beygingarendingu, -un (<
-um), í hvorun-gi (þgf.kk.et.) í elstu íslensku handritunum. Hann stendur
þar einnig aftan við beygingarendingu (-t) í myndinni hvort-ki (nf./
þf.hk.et.). Og svo er hengillinn aftast í hvorgi (nf.kk.et.) en er þarna næst
rótinni, því að engin beygingarending var lengur í þessari orðmynd.
Á ýmsum tímum í sögu fornafnsins hvorgi koma fyrir myndir sem eru
örlítið frábrugðnar þeim myndum sem að ofan er lýst. Hér er um að ræða
dæmi eins og eignarfallsmyndina hvorskis og þolfallsmyndirnar hvomgan
og hvomugan (beygingarendingarnar eru hér feitletraðar til glöggvunar). I
orðabók Cleasby (1874:298) segir um myndina hvomgan (þ.e. hvárngan)
að hún sé „irreg. and intermediate". Sú lýsing gæti einnig átt við hvorskis
og hvomugan. Myndirnar hvorskis, hvomgan og hvomugan mætti e.t.v.
kalla millistigsmyndir. Gamla beygingarendingin er enn á sínum stað en
aukalegri beygingarendingu hefur verið bætt við aftast. (Um þessar milli-
stigsmyndir verður nánar fjallað í 3.4 og 3.5 og í 4. kafla.) Millistigs-
myndirnar benda til þess að breytingin, sem hér er jafnan til hagræðis
kölluð sætaskipti, fólst í því að nýrri beygingarendingu var bætt við aftast.
Ástæða er til að bera fjölda dæma um hengil aftast saman við fjölda
dæma um beygingarendingu aftast. í töflu 4 má sjá öll forn dæmi (frá 13.
öld og eldri) sem safnað var (í ritum sem nefnd eru í vibauka). -GI#
táknar að hengill komi aftast og -E# að beygingarending komi aftast.
Töflunni er skipt í tvennt, eintala og fleirtala eru sýndar hvor í sínu lagi.
19 Ekki verður séð að hvor(t)ki í tengingu hafi verið frábrugðið fornafnsmyndinni
hvor(t)ki í fornu máli, en rétt er þó að halda aðskildum fjölda dæma um tengingu og for-
nafn. Um hlutfall myndanna hvortki og hvorki í ýmsum ritum, bæði fornafns og tenging-
ar, sjá töflu 8.