Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 29
27
Rýnt í sögu fomafnsins hvorgi, hvorugur
I fornafninu engi (síðar enginn) mun GI einnig í öndverðu hafa verið
fyrir aftan beygingarendingar og síðan birst fyrir framan þær sem hluti af
stofni. Samkvæmt vitnisburði elstu íslensku handritanna virðist breyt-
ingin hér einnig hafa verið fyrr á ferðinni í fleirtölu en eintölu og hún
virðist hafa orðið fyrr í beygingu fornafnsins engi en í beygingu hvorgi og
hvergi.H
Hér hefur verið rætt um að röð G1 og beygingarendinga hafi breyst
fyrr í fleirtölu en eintölu. En það virðist einnig vera tímamunur innan
eintölunnar. Svo virðist sem breytingin hvomgi -> hvor(n)gan (þf.kk.et.)
(sjá nánar í 3.4) hafi hafist síðar en sumar aðrar, s.s. *hvorrargi -> hvorigrar
(ef.kvk.et.). Og í sumum myndum beygingarinnar bólar ekkert á nýrri
beygingarendingu aftan við GI á þeim tíma sem hér hefur verið til skoð-
unar, s.s. í hvorgi (nf.kk.et.) og hvorki (nf./þf.hk.et.).
Meginbreytingin á beygingu fornafnsins hvorgi, sætaskipti GI og
beygingarendinga, hefur verið viðfangsefnið í þessum kafla.34 Þegar allar
breytingar á fornafninu voru um garð gengnar beygðist það eins og -ig-
/-Mg-lýsingarorð (auðigur, öflugur). Sums staðar í beygingunni urðu sæta-
skiptin þannig að hin nýja mynd GI samsvaraði viðskeytinu -ig-/-ug- í lýs-
ingarorðabeygingunni. Þannig var það til dæmis í ef.kvk.et., *hvor-rar-gi
-> hvor-ig-rar, sbr. auð-ig-rar. En annars staðar í beygingunni varð mynd
Gl eftir sætaskipti ögn frábrugðin viðskeytinu -ig-/-ug-, t.d. í nf.kk.ft.:
*hvor-ir-gi -> hvor-ig-ir, sbr. auð-g-ir. Og enn annars staðar í beygingunni
varð mynd Gl eftir sætaskiptin allfrábrugðin -ig-/-ug-, t.d. í ef.hk.et.:
*hvor-s-ki -> hvor-ki-s, sbr. auð-ig-s.
(sjá nmgr. 36). I seðlasafni fornmálsorðabókarinnar i Kaupmannahöfn (ONP) eru þessu til
viðbótar tvö dæmi um -GI# á eftir beygingarendingu í íslenskum ritum öðrum en þeim
sem nefnd eru í töflu 5. Eitt er í eintölu, hvemgi (þf.kk.et.) (i Morkinskinnu) og annað í
fleirtölu, hverjungi (þgf.ft.) (í Marteins sögu biskups, hdr. um 1225—1250). Af þessari upp-
talningu er ljóst að þau dæmi um -GI# á eftir beygingarendingu sem hafa ratað í orðabæk-
t>r og -söfn eru frekar í eintölu en fleirtölu.
33 í elstu handritum er 21 dæmi um -GI# í beygingu engi (sbr. Larsson 1891), ef litið
er fram hjá myndunum engi (í nf.kk.et., nf.kvk.et. og nf./þf.hk.ft. þar sem erfitt er að
ákvarða myndanaskil) og etki/e(k)ki (þar sem oft er erfitt að greina atviksorð frá fornöfn-
um). Oll dæmin um -GI# eru eintöludæmi (öll um myndina engi í þf.kk.et.). Um -E# eru
hins vegar alls 108 dæmi, 88 í eintölu og 20 í fleirtölu.
34 Rétt er að minna á að það sem átti sér stað var reyndar meira en eingöngu sætaskipti,
þvi að GI fékk yfirleitt myndina -ig- í stað -gi (-ki) áður. Ef hengillinn hefði ekki tekið á sig
aðra mynd við sætaskiptin hefði til dæmis ef.kvk.et. orðið *hvor-gi-rar. Annar möguleiki
væri að hann hefði styst í -g-\ *hvor-g-rar. Um hvernig sætaskiptin kunna að hafa atvikast,
sjá 4.2, og um ástæður þess að G/ varð yfirleitt -ig- (en ekki eitthvað annað), sjá 4.6.