Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 31
29
Rýnt í sögu fornafnsins hvorgi, hvorugur
Sætaskipti GI og endingar og „upptaka" viðskeytisins -ig-/~ug- í beyg-
ingunni er því ekki eitt og hið sama þótt þetta tvennt geti farið saman í
sumum tilvikum (s.s. í myndinni hvor-ig-rar). Mjög langur tími gat liðið
frá sætaskiptum í tiltekinni orðmynd að upptöku viðskeytisins -ig-/-ug-.
Dæmi eru um myndina hvorkis (ef.kk.et. og ef.hk.et.) frá síðari hluta 16.
aldar (sjá 3.5). Þarna hafa orðið sætaskipti, en viðskeytið -ig-/-ug- er enn
ekki komið til skjalanna. Og myndirnar hvorgi og hvorki voru líklega
leystar af hólmi enn síðar, nálægt 1600 (sbr. 3.9 og 3.10). Dæmin sýna að
viðskeytið -ig-/-ug- er enn ekki orðið allsráðandi í beygingu hvorgi á 16.
öld, mörgum öldum eftir að GI tók að birtast fyrir framan beygingarend-
ingar.
I næstu undirköflum verður sjónum einkum beint að þróun einstakra
mynda í beygingu fornafnsins hvorgi, hvorugur. Byrjað verður á að fjalla
um þá staði í beygingunni þar sem upp koma svokallaðar millistigsmyndir.
Þeim lesendum sem vilja stytta sér leið skal bent á mynd 1 í 3.11 en þar má
sjá yfirlit um helstu breytingar.
3.4 Nýjar myndir taka við af hvorngi
Dæmi um fornafnið hvorgi í þf.kk.et. í þeim ritum sem hér hafa verið orð-
tekin (sjá vibauka) eru sýnd í töflu 6. Dæmi úr beygingu fornafnsins
hvergi eru einnig sýnd til samanburðar en þar eru dæmi nokkru fleiri.
Upphaflega hefur mynd þf.kk.et. verið hvomgi og um myndina eru
þrjú dæmi í töflu 6. Tvö þeirra eru í gömlum ritum, Díalógum Gregoríusar
(12. öld) og hinni fornlegu Grágás. Þriðja dæmið er svo í Sturlungu (14.
aldar hdr.) þar sem einnig sést yngri mynd, hvomgan (sk. millistigsmynd,
sbr. 3.3). Neðar í töflunni eru svo ungu myndirnar hvorigan og hvorugan
einráðar. Beygingarendingar í millistigsmyndum eru hér feitletraðar til
glöggvunar. Eitt dæmi er um hverja mynd nema annað sé tekið fram.
Dæmi um hina fornu mynd hvemgi eru eins og sjá má allmörg í Grá-
gás. Þau eru 22 en aðeins tvö um millistigsmyndina hvemgan. Hlutföllin
milli myndanna hvomgi og hvomgan hafa kannski verið áþekk á þessum
tíma.38
38 Noreen (1923:324) sýnir myndina hvem(i)gan í beygingu hvergi. Hér hafa ekki
fundist dæmi um hvemigan í þf.kk.et., aðeins um hvemgan. í fornmálsorðabókum
og -söfnum eru engin dæmi um hvemigan fyrir utan eitt dæmi (þ.e. hvemegan) í Heims-
kringlu sem nefnt er hjá Cleasby (1874:301). Þar er vísað í útgáfu frá 18. öld (Heimskringla
II 1778:79), þar sem stuðst er við ung handrit. I traustri útgáfu er á þessum stað myndin
hvemgan (Heimskringla II 1893-1901:109).